Heilbrigt líf - 01.06.1941, Blaðsíða 32
beru gufubaðstofurnar, sem voru óþekktar hjer fyrir fáum
árum, eru nú orðnar meira en helmingi fleiri en opinberu
báðhúsin, með kerlaugar og steypur. Baðstofum og sund-
laugum fjölgar, en baðhúsum fjölgar ekki hjer, fremur en
annarsstaðar. En þetta er aðeins byrjun, og „mjór er
mikils vísir“. Margir voru í uppsiglingu með finnskan
baðofn, þegar ferðir lokuðust sökum stríðsins, og varð
4. mynd. Baðofninn í Sandgerði. Hjúkrunarkonan útbýr bað.
það m. a. orsök þess, að leitað hefir verið, fyrir forgöngu
R. K. I., annara möguleika nú um margra mánaða skeið
til þess að ná sama baðárangri. Þær tilraunir hafa allar
verið gerðar af einni raftækjasmiðju („Ljósafoss“, Rvík),
og allar miðaðar við rafmagnshitun. Virðast þær ætla að
bera góðan árangur. Slíkan ofn má gera svo lítinn fyrir-
ferðar, að hann rúmist á vegg í venjulegu baðherbergi, og
getur þá hver, sem á raflýst baðherbergi, breytt því í
finnska baðstofu með tiltölulega litlum kostnaði. (Sjá
teikn. nr. 5). Baðstofan er þá í einu vetfangi orðin tiltæk
30
Heilbrigt líf