Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 6
6 S K I N FA X I „Þetta er frábær ný lausn sem spar- ar mikinn tíma fyrir stjórnendur og þjálfara. Hún er aðallega hugsuð fyrir líkamsræktarstöðvar en virkar einnig vel fyrir aðra starfsemi eins og þjálfara og í raun alla sem vilja gera iðkendum sínum kleift að skrá sig sjálfa í tíma, sjá bókanir og halda góðu sambandi við iðkendur sína,“ segir Eyrún Reynisdóttir hjá hug- búnaðarfyrirtækinu Abler, sem er þekktara sem fyrirtækið á bak við Sportabler. Nýjasta afurð fyrirtækisins er tímabókunarkerfið Abler Classes, sem kom úr smiðju fyrirtækisins fyrir rúmum mánuði. Það einfaldar mjög greiðslulausnir og bætir þjónustu fyrirtækja sem nota kerfið. Aðgangur iðkenda að tímum og skráningum í tíma verður talsvert einfaldari, að sögn Eyrúnar. Þeir sem nota kerfið segja það spara þeim 2–3 vinnudaga í mánuði sem annars færu í að halda yfirsýn yfir skráningar og samræm- ingu á milli kerfa. „Við sjáum líka að kerfið gerir iðkendum auðveldara að eiga í samskipt- um við þjálfara sína og öfugt. Með því móti hjálpar Abler Classes stjórn- endum að ná góðu sambandi við iðkendur og þjálfara þeirra. Þannig er auðvelt að búa til frábært samfélag þar sem þjálfarar og stjórnendur viðburða geta veitt iðkendum ýmsar upplýsingar og deilt æfingum og heilu hóparnir geta spjallað saman fyrir og eftir viðburði og æfingar.“ Verslun og skráning á sama stað Eyrún segir tímabókunarkerfið mjög einfalt í notkun. Fólk skrái sig inn í kerfið á vefsíðu viðkomandi líkamsræktarstöðvar, þjálfara eða fyrirtækis. Þar geti fólk séð dagskrána sem er í boði, jafnvel í heilan mánuð. Notend- ur geta þar séð líka hver þjálfari er hverju sinni, hverjir mæta og fleira í þeim dúr. Kerfið býður iðkendum jafnframt upp á að sjá hvernig skrán- Skinfaxi 3. tbl. 2021 Skinfaxi, tímarit Ungmennafélags Íslands (UMFÍ), hefur komið út samfleytt síðan árið 1909. Tímaritið dregur nafn sitt af hestinum fljúgandi sem dró vagn goð- sagnaverunnar Dags er ók um himin- hvolfið í norrænum sagnaheimi. R I TST J Ó R I Jón Aðalsteinn Bergsveinsson. Á BY R GÐA R M A Ð U R Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ. R I T N E F N D Gunnar Gunnarsson, Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir og Sigurður Óskar Jónsson. P R E N T U N Litróf. L J ÓS MY N D I R Hafsteinn Snær Þorsteinsson, Tjörvi Týr Gíslason, Ívar Sæland, Eyþór Árnason, Róbert Daníel Jónsson, Gunnar Gunnars- son, Haraldur Jónasson, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Oscar Rybinski, Davíð Þór Guðlaugsson o.fl. UM BR OT O G H Ö N N U N Indígó. P R Ó FA R KA L E ST U R Magnús Teitsson. AU GLÝS I N GA R Hringjum. SKRIFSTOFA UMFÍ/SKINFAXA Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík sími: 568 2929 umfi@umfi.is - www.umfi.is ST J Ó R N UM F Í Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður, Gunnar Þór Gestsson, varaformaður, Ragnheiður Högnadóttir meðstjórnandi og formaður framkvæmdastjórnar, Guðmundur G. Sigurbergsson, gjaldkeri, Sigurður Óskar Jónsson, ritari, Málfríður Sigurhansdóttir meðstjórnandi og Gunnar Gunnarsson meðstjórnandi. VA R AST J Ó R N UM F Í Hallbera Eiríksdóttir, Lárus B. Lárusson, Gissur Jónsson og Guðmunda Ólafsdóttir. UM F Í Ungmennafélag Íslands, landssamband ungmennafélaga á Íslandi, var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst 1907. Sambands- aðilar UMFÍ eru 26 talsins sem skiptast í 21 íþróttahérað og 5 ungmennafélög með beina aðild. Alls eru um 450 félög innan UMFÍ um land allt. STA R FS FÓ L K UM F Í Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmda- stjóri, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi og ritstjóri Skinfaxa, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri Landsmóta (með aðsetur á Sauðárkróki), Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi og verkefna- stjóri, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari, Gerða Jóna Ólafsdóttir, verkefna- stjóri og Sabína Steinunn Halldórsdóttir verkefnastjóri. Starfsfólk í Ungmennabúðum á Laugar- vatni: Sigurður Guðmundsson,forstöðu- maður. Frístundaleiðbeinendur og tóm- stundafræðingar: Þorsteinn Hauksson og Soffía Margrét Sigurbjörnsdóttir, Ingveldur Gröndal og Halldóra Kristín Unnarsdóttir. Eldhús og ræstingar: Joanna M. Winiecka. Jörgen Nilsson er í leyfi. Nýtt tímabókunarkerfi sparar 2–3 vinnudaga Margir foreldrar nota Sportabler til að hafa yfirsýn yfir æfingar barna sinna. Fyrirtækið sem bjó til Sportabler vinnur mikið fyrir íþróttahreyfinguna, meðal annars að nýju félagakerfi. Nýjasta afurð fyrirtækisins er tíma- bókunarkerfið Abler Classes, sem er í grunninn hugsað fyrir líkamsræktarstöðvar og stórbætir m.a. þjónustu og samskipti við iðkendur. ingu er háttað í tíma. Iðkendur geta skráð sig í tíma og farið á biðlista ef fullt er í tíma. Ef einstakling langar óskaplega í jógatíma eða í bjöllurnar í líkamsræktarstöðinni sendir hugbúnaðurinn hann beint í netverslunina Abler Shop og getur viðkomandi keypt þar áskrift eða kort í tíma. Eftir það getur viðkomandi skráð sig í tímann. Með sama hætti getur iðkand- inn séð á sömu vefsíðu hvort áskriftin er enn gild. „Forritið vinnur með öðrum kerfum Abler, sem flestir notendur Sport- abler þekkja, sem gerir stjórnendum og þjálfurum kleift að sjá hvernig mæting er í tíma, búa til spjall við iðkendur og senda þeim áminningu og ýmsar upplýsingar um æfingar. Þarna er miklu betra fyrir þjálfara að eiga í samskiptum við iðkendur sína,“ bætir Eyrún við og nefnir sem dæmi að golfkennarar geti sett þar inn vídeó sem sýni iðkendum góðar sveiflur fyrir tímana. • Abler er sprotafyrirtæki sem stofnað var árið 2017 og margir tengja við Sportabler. Stofnendur voru þeir Markús Máni M. Maute og Jóhann Ölvir Guðmundsson. • Sportabler hjálpar stjórnendum íþróttafélaga að skipuleggja starfið, taka við greiðslum og skráningum og eiga í samskiptum við þjálfara og foreldra. • Notendur í kerfinu eru um 150 þúsund. • Sportabler og Nóri sameinuðust í byrjun árs 2021 og síðan hefur verið unnið að því að flytja alla notendur í Sportabler, sem margir foreldrar þekkja og býður upp á meiri möguleika en Nórakerfið gerði. • Abler vinnur nú að nýju rafrænu kerfi fyrir ÍSÍ og UMFÍ fyrir lög- bundin skil á starfsskýrslum íþróttahreyfingarinnar. Kerfi Abler kemur í stað Felix, félagakerfis ÍSÍ og UMFÍ, sem hefur verið notað frá árinu 2004. Hér má sjá hvernig kerfið virkar hjá líkamsræktarstöðinni Norður AK.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.