Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 29
S K I N FA X I 29
Stór atvinnugrein
Ein af helstu niðurstöðum bókar Ágústs er að umfang íþrótta á
Íslandi er hlutfallslega talsvert meira hér á landi en í helstu lönd-
um. Engu skiptir hvar er drepið niður fæti, ef frá eru skilin Þýska-
land og Austurríki.
„Eina ástæðan fyrir þessu er sú að íþróttavöruframleiðsla er
gríðarlega öflug í Þýskalandi og svo er skíðaíþróttin veigamikill
þáttur í Austurríki.
„En athugaðu að þetta eru aðeins beinu áhrifin. Óbein áhrif
íþróttageirans á þætti efnahagslífsins eru mun meiri. Ef óbein
áhrif bætast við jafngildir það 4% af landsframleiðslu, eða sem
nemur 120 milljörðum króna. Önnur óbein áhrif tengjast því ekki,
eins og virði forvarna. Það má því segja að íþróttageirinn
sé risastór atvinnugrein hér á landi og spili stórt hlutverk í lífs-
kjörum Íslendinga,“ segir Ágúst.
Fyrrgreindar 12 tillögur og verklag í tengslum við þær eru
rammi fyrir skipulögð vinnubrögð til úrbóta í málefnum íþrótta.
Eitt það helsta sem íþróttir kenna er að ástundun og skipulögð
vinnubrögð þarf til að ná árangri. Þessu er einnig þannig háttað
við að bæta umgjörð íþrótta og efla þær.
1. Samstillt átak stjórnvalda og íþróttahreyfingar til að efla
fræðslu um gagnsemi íþrótta.
2. Átak meðal eldri borgara um aukna íþróttaiðkun í samvinnu
við félög eldri borgara, samtök fagfélaga heilbrigðisþjón-
ustunnar og stjórnvöld.
3. Ríkisvaldið hefji viðræður við sveitarfélög um öfluga þátttöku
ríkisins í fjármögnun við byggingu og rekstur mikilvægra inn-
viða í íþróttum, sundlauga og leikvalla.
4. Gera átak í að efla afreksíþróttir hérlendis.
5. Ríki, sveitarfélög og íþróttahreyfingin vinni gegn mismunum,
misbeitingu og misrétti í íþróttum.
6. Íþrótta- og ungmennafélög og samtök þeirra, Hagstofa
Íslands, háskólar, ríki og sveitarfélög efli gagnasöfnun, upp-
lýsingagjöf, gagnsæi og aðgengi um allt um íþróttir, m.a. um
fjárhagslega þætti, og auðveldi rannsóknir um íþróttir sem
mest, svo sem innan félags-, heilbrigðis- og menntavísinda.
7. Endurskoða íþróttastefnu stjórnvalda og gera kostnaðarmat
á einstökum aðgerðum. Samþætta íþróttastefnu og heil-
brigðisáætlun svo þær verði mikilvægasti þátturinn í bættri
lýðheilsu og almennum forvörnum.
8. Skoða málefni íþrótta í nálægum löndum og skoða hvað megi
innleiða hér.
9. Setja á fót nefnd til að fara yfir fjárhagsstöðu íþrótta- og
ungmennafélaga.
10. Tímasetja allar tillögur frá upphafi til enda.
11. Ríkisvaldið leggi fram einn milljarð króna á ári í fjögur ár til að
hrinda tillögunum í framkvæmd.
12. Gera skýrslu um framkvæmd tillagna og uppfæra hana árlega.
15.000.000.000
krónur er verðmæti af vinnu
sjálfboðaliða á Íslandi á ári
Tillögur til að efla íþróttir hérlendis
22 milljarðar
króna
eru fjárhagsleg umsvif
íþrótta- og ungmennafélaga
2000
launuð ársverk
eru innan íþrótta-
geirans á Íslandi
27.000
sjálfboðaliðar
vinna innan íþrótta-
hreyfingarinnar