Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 41

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 41
 S K I N FA X I 41 Gamla myndin: Landsmótið á Akranesi 1975 15. Landsmót UMFÍ var haldið á Akranesi dag- ana 11.–13. júlí árið 1975. Upphaflega stóð til að halda mótið árið 1974, á ellefu hundruð ára afmæli Íslandsbyggðar. Eftir tilmæli frá þjóðhátíðarnefnd var ákveðið að fresta lands- mótinu um ár til að það rækist ekki á önnur hátíðarhöld árið 1974. Það færðist þar með af þjóðhátíðarári yfir á kvennaár. Fólki fannst þó of langt á milli móta, en síðast hafði það verið haldið á Sauðárkróki árið 1971. Þetta ár voru skráðir 1.004 keppendur. Innlendir og erlendir sýningarhópar sýndu fimleika og þjóðdansa, en þetta var í fyrsta sinn sem erlendum sýn- ingarhópum var boðið á mótið. Á mótinu var keppt í ýmsum hefðbundnum keppnisgrein- um eins og knattspyrnu, sundi, frjálsum íþrótt- um, borðtennis og körfubolta en einnig í grein- um sem þykja heldur óhefðbundnari í dag, eins og gróðursetningu, jurtagreiningu, drátt- arvélaakstri, vélsaumi og blómaskreytingu. Á myndinni hér til hliðar er Magndís Alex- andersdóttir frá HSH að keppa í pönnuköku- bakstri. Hún varð síðar stjórnarmaður í UMFÍ. Keppni í pönnukökubakstri fylgdu ákveðnar reglur. Í bókinni Saga Landsmóta UMFÍ 1909– 1990 eftir Viðar Hreinsson, Jón Torfason og Höskuld Þráinsson eru reglurnar tilgreindar. Keppnin átti að ganga rösklega fyrir sig og dæmt var eftir hraða, leikni, útliti og bragð- gæðum og gefin stig fyrir hvert atriði. Í byrjun keppninnar áttu keppendur að leggja fram hár- nákvæma uppskrift. Uppskriftina valdi þátttak- andi sjálfur en í henni átti að vera 150 grömm af hveiti og eitt egg. Hver þátttakandi fékk vinnuborð með rafmagnshellu, skál, mæliílát- um, sigti, ausu, sleikju, vinnudiskum, kökufati og klúti. Heimilt var að koma með eigin pönnu- kökupönnu, áhald til að hræra deigið með og pönnukökuspaða. Þegar búið var að baka pönnukökurnar var helmingnum rúllað upp með sykri en hinar lagðar saman með aldin- mauki og þeyttum rjóma. Keppni lauk svo þegar búið var að koma pönnukökunum fyrir á kökufati. Mest var hægt að fá 140 stig. Magndís skoraði 134 stig og hlaut 2. sætið, rétt á eftir Höllu Loftsdóttur. ERTU Á LEIÐ Í LÝÐHÁSKÓLA? UMFÍ veitir ungu fólki sem hyggur á nám við lýðháskóla í Danmörku styrk fyrir vorönn 2022. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 2022. Nánar á umfi.is umfi.is

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.