Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2021, Síða 24

Skinfaxi - 01.03.2021, Síða 24
24 S K I N FA X I T alið er að um 10% íbúa á Íslandi séu innflytjendur en samanlagt er fyrsta og önnur kynslóð innflytjenda í kringum 12% allra þeirra sem búa á Íslandi. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Rannsókn og greining lagði fyrir alla nemendur í 8.–10. bekk á Íslandi 2016 stunda 56% barna og ungmenna þar sem engin íslenska er töluð á heimilinu nær aldrei íþróttir og 46% barna og ungmenna þar sem íslenska er töluð ásamt öðru tungumáli stunda nær aldrei íþróttir. Níu umsóknir um flott verkefni bárust og af þeim voru fjórar valdar. Hver styrkur nemur 250 þúsund krónum og er tímarammi verkefn- anna veturinn 2021 til 2022. Styrkhafar voru Dansfélagið Bíldshöfði, Héraðssamband Vestfirð- inga (HSV), Sunddeild KR og Skautafélag Akureyrar. Bjóða krökkum upp í dans Dansfélagið Bíldshöfði hefur í vetur verið í samstarfi við frístundastarf Fellaskóla í Breiðholti og boðið 2. bekk grunnskóla í danstíma einu sinni í viku. Dansfélagið hlaut styrk til að halda áfram með verkefnið. „Styrkurinn mun nýtast mjög vel. Það hjálpar allt til við að bæta verk- efnið,“ segir Ragnar Sverrisson, skólastjóri og danskennari Dansskól- ans Bíldshöfða. Verkefnið hófst í september þegar nemendunum var boðið að koma í danstíma í frístundatímanum. „Þegar við byrjuðum hittist þannig á að 2. bekkur fór í sóttkví en við höfum samt náð góðum tímum með þeim krökkum. Þeir taka mjög vel í þetta og meirihlutanum finnst gaman í dansinum. Við kennum þeim samkvæmisdansa, sem eru eina danstegundin sem er viðurkennd af ÍSÍ. Þetta eru því suðuramerískir dansar og sígildir samkvæmisdansar sem þau læra,“ segir Ragnar. Danstímarnir eru kenndir í frístund, en frístundastarf nemenda í 1. og 2. bekk í Fellaskóla er samþætt skólastarfi. Börnin eru því í skipulögðu skóla- og frístunda til klukkan 15:40, sem veitir þeim og foreldrum þeirra heildstæða þjónustu. Markmiðið með danstímunum er að auka tíma barnanna í íslensku málumhverfi og félagsfærni þeirra. Hlutfall innflytjenda er hærra í Breiðholti en annars staðar á landinu og því er hugmynd verkefnisins að einblína á Efra-Breiðholt. „Við höfum einnig haft samband við aðila sem stýrir frístundastarfi í Hólabrekkuskóla með sams konar samstarf í huga. Það samtal stendur enn yfir,“ segir Ragnar. „Eftir áramót er stefnan tekin á að fjölga bekkj- um sem verður boðin þátttaka og til að byrja með verður það senni- lega 1. bekkur í Fellaskóla.“ Félög styrkt til að ná betur til fjölskyldufólks af erlendu bergi brotnu Í lok september auglýstu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) eftir umsóknum um styrki frá sérsamböndum, íþróttahéruðum og íþrótta- og ungmennafélögum landsins vegna verkefna sem hafa það öll að markmiði að hvetja börn og ungmenni af erlendum uppruna og fjölskyldur þeirra til þátttöku í skipulögðu íþróttastarfi.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.