Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 16
16 S K I N FA X I Góð tengsl urðu til á 52. sambandsþingi UMFÍ sem fram fór á Húsavík í október. Fulltrúar ÍBR, ÍA og ÍBA sátu þingið í fyrsta sinn sem sambandsaðilar. R úmlega hundrað fulltrúar sambandsaðila UMFÍ mættu á sambandsþing UMFÍ sem haldið var á Húsavík dagana 15.–17. október. Dagskrá þingsins var þétt og góð. Þing- fulltrúar létu afar vel af því, enda voru engin átakamál á dagskránni. Sérstakt gleðiefni var að þingið sóttu nú nokkrir fulltrúar nýrra sambandsaðila UMFÍ. Þeir voru frá Íþróttabanda- lagi Reykjavíkur (ÍBR), Íþróttabandalagi Akureyrar (ÍBA) og Íþróttabanda- lagi Akraness (ÍA), en umsókn þeirra um aðild að UMFÍ var samþykkt árið 2019, rúmum 20 árum eftir að þau óskuðu fyrst eftir aðild. Á meðal dagskrárliða voru málstofur um skipan íþróttahéraða, móta- hald UMFÍ og um rafíþróttir. Þá hélt Jóhann Steinar Ingimundarson, vara- formaður UMFÍ, erindi um stefnumótun UMFÍ sem staðið hefur yfir frá því í byrjun árs og verið unnin í nánu samstarfið við sambandsaðila UMFÍ um allt land. Jóhann Steinar sagði í umfjöllun sinni um stefnumótunina áherslu lagða á að UMFÍ væri þátttakandi í samfélaginu og hefði áhrif. „Hlut- verk UMFÍ er að styrkja starf sambandsaðila og aðildarfélaga þeirra ásamt því að hvetja og styðja við bætta lýðheilsu landsmanna,“ sagði hann og bætti við að markmið stefnunnar væri að bæta starf UMFÍ veru- lega, gera hreyfinguna samstilltari, viðbragðsfljótari og nútímalegri og að öflugra landssambandi sem hefði hagsmuni allra íþróttahéraða og félaga þeirra í forgrunni. „Stefnan og áherslur hennar munu auðvelda hreyfingunni að stefna í sömu átt og ná settu marki. Ungmennafélags- hreyfingin hefur lengi haft jákvæð áhrif á samfélagið. Við sem komum að starfinu erum stolt af starfinu um land allt og horfum björtum aug- um til framtíðarinnar. Höldum áfram að þróast með ungmennafélags- andann að leiðarljósi. Með því bætum við okkur sjálf og samfélagið um leið. Það er ungmennafélagsandinn í verki,“ sagði hann. Formannsskipti, splunkuný stefna og skemmtilegt sambandsþing Sambandsþing UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.