Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 17
S K I N FA X I 17
Nýr formaður og ný stjórn UMFÍ
Nokkru fyrir sambandsþingið hafði formaðurinn Haukur Valtýsson lýst
því yfir að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs. Hann var fyrst
kjörinn í stjórn UMFÍ á sambandsþingi árið 2011 og tók við formenns-
kunni af Helgu Guðrúnu Guðjónsdóttur árið 2015. Jóhann Steinar Ingi-
mundarson var einn í framboði til formanns og var því sjálfkjörinn á
þinginu. Jóhann Steinar var kjörinn í stjórn UMFÍ á þinginu á Hallorms-
stað haustið 2017 og endurkjörinn árið 2019. Hann tók við sem vara-
formaður UMFÍ þegar Ragnheiður Högnadóttir hafði skipti við hann
sem formaður framkvæmdastjórnar UMFÍ. Hún hélt svo áfram for-
mennsku í framkvæmdastjórninni í haust.
Nokkrar mannabreytingar urðu á stjórn UMFÍ á þinginu og síðan á
stjórnarskipan og í framkvæmdastjórn UMFÍ á fyrsta fundi stjórnar.
Umf. Óðinn og Umf. Víkverji kveðja UMFÍ
Á sambandsþinginu var samþykkt að tillögu stjórnar að vísa ungmenna-
félögunum Óðni og Víkverja úr UMFÍ. Við það fækkaði sambands-
aðilum UMFÍ um tvo. Breytingarnar hafa ekki nein áhrif á UMFÍ, þar
sem bæði félögin hafa verið óvirk um árabil og án iðkenda. Fram kom
í rökstuðningi stjórnar UMFÍ að félögin hefðu hvorki tekið þátt í starfi
sambandsins né skilað gögnum síðastliðin tíu ár.
Eina breytingin er að fjöldi sambandsaðila UMFÍ fer úr 28 í 26. Ekki
urðu aðrar teljandi breytingar á heildarstarfseminni og er eftir sem
áður 21 íþróttahérað og fimm ungmennafélög í stað sjö með beina
aðild að UMFÍ.
Ungmennafélagið Víkverji var stofnað í Reykjavík árið 1964 í
þeim tilgangi að gefa fólki á höfuðborgarsvæðinu kost á að starfa
innan vébanda ungmennafélagshreyfingarinnar. Í viðtali við Valdimar
Óskarsson, formann Víkverja, í dagblaðinu Tímanum árið 1967, kom
fram að eitt af helstu viðfangsefnum félagsins var glímukennsla og
þátttaka í glímumótum. Nokkuð er um liðið frá því að starfsemi var í
félaginu.
Ungmennafélagið Óðinn er talsvert yngra félag. Það var stofnað
í kringum frjálsar íþróttir vorið 1989 í Vestmannaeyjum og er eitt aðildar-
félaga Íþróttabandalags Vestmannaeyja (ÍBV), sem reyndar er ekki
sambandsaðili UMFÍ. Engin starfsemi er lengur í félaginu. Ástæðan er
sú sama og oft gerist í starfi félaga, það hvíldi á herðum einnar driffjöður.
Í tilviki Óðins var það Karen Inga Ólafsdóttir, sem fluttist til Svíþjóðar
með fjölskyldu sinni fyrir nokkrum árum.
Stjórn UMFÍ:
Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður
Gunnar Þór Gestsson, varaformaður
Guðmundur Sigurbergsson, gjaldkeri
Sigurður Óskar Jónsson, ritari
Ragnheiður Högnadóttir, meðstjórnandi
Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi
Málfríður Sigurhansdóttir, meðstjórnandi
Varastjórn UMFÍ:
Hallbera Eiríksdóttir
Lárus B. Lárusson
Gissur Jónsson
Guðmunda Ólafsdóttir
Framkvæmdastjórn UMFÍ*:
Ragnheiður Högnadóttir, formaður
Jóhann Steinar Ingimundarson
Guðmundur Sigurbergsson
Til vara: Gunnar Gunnarsson
* Skipuð af stjórn UMFÍ.