Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 19
 S K I N FA X I 19 Yngstur og elstur á þinginu Skemmtilegt er frá því að segja yngsti og elsti þingfulltrúarnir komu frá sama sambandssvæðinu. Það voru þeir Sólmundur Sigurðarsson og Markús Ívarsson frá Vorsabæjarhóli. Þeir eru frá sambandssvæði Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK). Sólmundur er fæddur árið 2000 og því 21 árs að aldri en Markús árið 1947 og er 74 ára. Þeir voru jafnframt herbergisfélagar meðan á þinginu stóð. Þrjú félög hlutu Hvatningarverðlaun Forsvarsfólk þriggja ungmennafélaga tók við Hvatningarverðlaunum UMFÍ fyrir tvö verkefni. Það eru Ungmennafélagið Fjölnir, sem var verð- launað fyrir verkefnið Áfram lestur, og Ungmennafélag Njarðvíkur og Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag, sem saman hlutu viðurkenningu fyrir samstarfsverkefnið Allir með, sem er sniðið að þörfum barna með mismunandi stuðningsþarfir. Einar Haraldsson, Keflavík, Ólafur Eyjólfsson, Njarðvík, og Málfríður Sigurhansdóttir, Fjölni, veittu viðurkenningunum viðtöku. Sólmundur Sigurðarson og Markús Ívarsson brosmildir á sambands- þingi UMFÍ. Svo skemmtilega vill til að þrír Mývetningar voru sæmdir gullmerki UMFÍ á þinginu. Það voru hjónin Gunnhildur Hinriksdóttir, fram- kvæmdastjóri Héraðssambands Þingeyinga (HSÞ), og íþróttalýsandinn landsþekkti Sigur- björn Árni Arngrímsson, maður Gunnhildar, ásamt Jóhönnu Kristjánsdóttur, dóttur Krist- jáns Elvars, sem var gerður að heiðursfélaga UMFÍ á þinginu. Jóhanna og Sigurbjörn Árni voru jafnframt þingforsetar á þinginu á Húsa- vík. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, sem afhenti þeim gullmerkin, sagði Jóhönnu hafa starfað innan ungmennafélagshreyfingarinn- ar frá barnæsku og talsvert fyrir glímuíþrótt- ina, ásamt því að hafa verið formaður HSÞ eins og faðir hennar. Hann sagði einnig þau hjónin vera fyrirmynd íþróttafólks, kærustu- para og hjónakorna og kyndilbera ungmenna- félagsandans. Þrír Mývetningar sæmdir gullmerki Jóhanna Kristjánsdóttir, Gunnhildur Hinriks- dóttir og Sigurbjörn Árni Arngrímsson Haukur Valtýsson kvaddur með stæl Haukur Valtýsson var prýddur viðurkenning- um á þinginu, sem var það síðasta sem hann sat sem formaður UMFÍ. Jóhann Steinar Ingi- mundarson, eftirmaður hans í formannsstól, sæmdi hann gullmerki UMFÍ, auk þess sem Hafsteinn Pálsson, annar varaforseti ÍSÍ, sæmdi hann gullmerki ÍSÍ. Til viðbótar sæmdi Guð- mundur Sigurbergsson, formaður UMSK, Hauk heiðursskildi UMSK. Guðmundur sagði Hauk hafa stýrt stjórn UMFÍ af sóma og áunnið sér virðingu og vináttu bæði innan og utan ungmennafélagshreyfingarinnar. Jóhann Steinar Ingimundarson, nýr formaður UMFÍ, sæmdi Hauk Valtýsson, fráfarandi formann, gullmerki UMFÍ.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.