Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 28
28 S K I N FA X I „Íþróttir eru ekki bara dægrastytting, eitthvað sem fólks skemmtir sér yfir og eitthvað til að keppa í. Íþróttahreyfingin er þvert á móti stærsta og umsvifamesta fjöldahreyfing landsins. Fleiri iðka íþróttir hér hlutfalls- lega en í flestum öðrum ríkjum. Það sama á við um nær allar saman- burðartölur. Við verðum að nýta forvarnarhlutverk íþrótta betur og með meiri árangri en nú. Þjóðin er að eldast en hún þarf að verða heil- brigðari,“ segir dr. Ágúst Einarsson, prófessor emeritus og fyrrverandi rektor Háskólans á Bifröst. Hann var jafnframt prófessor við Háskóla Íslands og þingmaður fyrir Alþýðuflokkinn, Þjóðvaka og Samfylkinguna. Ágúst hefur skrifað um þrjátíu bækur og fjölda greina um hagfræði og efnahagsmál og hagræn áhrif menningar, sjávarútvegs og fleira á íslenskt efnahagslíf. Nýjasta bók hans fjallar um íþróttir á Íslandi í alþjóð- legu samhengi. Ágúst setur þar upp sambærileg gleraugu þegar hann horfir á geirann og aðra sem hann hefur rannsakað í gegnum tíðina. Upplýsingarnar sem hann dregur fram eru mjög áhugaverðar, enda sýna þær vel gríðarlegt umfang íþrótta á Íslandi. Risastór geiri Niðurstaða Ágústs er meðal annars sú að bein fjárhagsleg umsvif íþrótta hér á landi nemi 22 milljörðum króna á ári og að launuð ársverk séu um 2.000 talsins. Framlag íþrótta til landsframleiðslu nemur 2,5%. Það jafngildir um 10% af framlagi sjávarútvegs til landsframleiðslu og er um fjórðungur af framlagi ferðaþjónustunnar. Ágúst segir ljóst að framlag íþrótta til efnahagslífsins og landsframleiðslu skipti þjóðarbúið veru- legu máli. „Íþróttir og umfang þeirra hafa ekki verið skoðuð í þessu ljósi áður og margt kom mér á óvart. Ég átti ekki endilega von á því að við stæð- um svona vel að vígi í samanburði við önnur lönd. En við gerum það svo sannarlega, bæði í iðkun og umfangi. Í raun kom niðurstaðan mér Mælir með því að nýta sterkan íþróttageira til að bæta heilsu aldraðra í framtíðinni ánægjulega á óvart, því að framlag íþrótta til landsframleiðslu er mjög mikið í samanburði við önnur lönd,“ segir hann. Ungmennafélögin vinni fyrir þjóðina Ágúst er sannfærður um að íþróttafélögin séu lykillinn að bættri lýð- heilsu fólks, allt frá barnsaldri og sérstaklega fyrir þá sem eldri eru. „Íþróttir hér á landi einkennast af góðu skipulagi, sérstaklega í barna- og unglingastarfi þar sem menntaðir og hæfir þjálfarar stýra starfinu. En eldra fólki fjölgar mikið nú um stundir og það verður stærri hluti af mannlífinu á komandi árum. Hærri aldur getur haft í för með sér álag á heilbrigðiskerfið. Heilbrigðara fólk sem þarf ekki að leita til læknis eða nýta sér kerfið dregur úr álaginu. Það felast heilmikil tækifæri í þessu. Ef við tökum höndum saman og vekjum athygli á íþróttageiranum og því sem félögin geta gert verðum við komin með tæki sem hægt verður að beita með miklum árangri. Fólk þarf aðeins að vakna og sjá ljósið,“ segir Ágúst og leggur áherslu á að aukið heilbrigði eldri borgara muni spara háar fjárhæðir í heilbrigðismálum í framtíðinni. „Tengsl íþrótta og bættrar heilsu eru óumdeilanleg. Íþróttir og hreyfing fyrirbyggja fjölda sjúklinga og eru árangursríkasta leiðin í endurhæfingu. Eldri borgurum mun fjölga stórkosta um allan hinn vestræna heim á næstu áratugum,“ segir hann og áréttar að þjóðin geti staðið sig vel í lýðheilsutengdum átaksverkefnum. Íslenska for- varnamódelið sem tekið var upp undir lok síðustu aldar sé dæmi um fáheyrðan árangur, enda hafi það leitt til þess að áfengisneysla ung- menna hafi dregist mikið saman og tóbaksreykingar séu hverfandi. „Íþróttir og aukin hreyfing eru að mínu mati ein mikilvægasta efna- hagsaðgerð framtíðarinnar. Ég vona að bókin veki umræðu um mikil- vægi og gagnsemi íþróttahreyfingarinnar til framtíðar,“ segir dr. Ágúst Einarsson. Umfang íþrótta og framlag til landsframleiðslu og lífskjara er mun meira hér á landi en í nágranna- löndunum. Aðeins Austurríki og Þýskaland standa Íslandi framar á þessu sviði. Nýta þarf betur starf- semi íþrótta- og ungmennafélaga til að styðja við lýðheilsu þjóðarinnar og bæta heilbrigði eldri borgara, að sögn dr. Ágústs Einarssonar, sem hefur skrifað bók um rannsóknir sínar á umfangi og hagrænum áhrifum íþrótta. Í lok bókarinnar, sem er tileinkuð eldri borgurum, birtir hann 12 tillögur sem hann telur geta styrkt samband íþrótta og samfélags.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.