Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 15
 S K I N FA X I 15 „Ég var eitthvað farin að dútla mér í tónlist. Ég var ekki mikið að semja lög en þegar minn hóp vantaði innkomuatriði varð allt mjög metn- aðarfullt,“ segir tónlistarkonan Bríet Elfar. Hún kom með skólafélögum sínum í 9. bekk í Laugalækjarskóla í Ungmennabúðir UMFÍ árið 2015. Búðirnar voru þá á Laugum í Sæl- ingsdal. Bríet man vel eftir dvölinni í búðunum. „Minningin er ótrúlega hlý. Þarna áttu að vera tveir skólar saman. En af því að Lauga- lækjarskóli er svo stór vorum við ein og ég held að það hafi verið blessun. Það dregur all- an hópinn betur saman. Þegar svona stór hóp- ur kemur saman verður aldeilis til eitthvað sér- staklega skemmtilegt. Samheldnin verður líka öðruvísi en í skólanum og góð. Í ungmenna- búðunum eignaðist ég alvöru vini. Það er eitt að eiga vini í skólanum. En þegar við gistum nokkrar nætur saman úti í sveit, þá verður stemningin önnur,“ heldur Bríet áfram. Hópur Bríetar samdi tilkomumikið innkomu- atriði á svokölluðum Laugaleikum með dansi og heljarstökkum og man hún vel eftir því. „Mér þykir afar vænt um að við vorum ekki í neinum unglingagír á Laugum og allt var þar svo skemmtilegt. Ég hugsa til ungmennabúð- anna með hlýjum hug,“ segir hún. Á góðar minningar úr Ungmennabúðum UMFÍ • UMFÍ hefur starfrækt ungmennabúðir frá árinu 2005. Þær voru fyrstu árin að Laugum í Sælingsdal en eru nú í gömlu íþróttamiðstöðinni á Laugarvatni. • Ungmennabúðirnar eru fyrir nemendur í 9. bekk. • Nemendur geta dvalið þar frá mánudegi til föstudags við leik og störf og óformlegt nám. • Bríet gaf út plötuna Kveðja, Bríet árið 2020. Platan kom út í kjölfar lagsins Esjan, sem var eitt af vinsælustu lögum ársins 2019. • Nær öll níu lögin á plötunni hafa raðað sér á vinsældalista á Rás 2 og Spotify. • Bríet hlaut þrenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum 2021 og var tilnefnd í sjö flokkum. Þar á meðal var Kveðja, Bríet valin poppplata ársins og Bríet var valin texta- höfundur ársins og söngkona ársins. Tónlistarkonan Bríet er óumdeilanlega meðal vinsælasta tónlistarfólks landsins, enda hafa lög hennar verið svo til einráð á vinsældalistum á árinu. Bríet man vel eftir því þegar hún var í Ungmennabúðum UMFÍ í 9. bekk. • Markmiðið með dvölinni er að styrkja félagsfærni ungmenna og, efla vitund þeirra fyrir umhverfi sínu og samfélagi, ásamt mikilvægi þess að hafa heilbrigðan lífsstíl að leiðarljósi. • Árlega koma rúmlega 2.200 ungmenni í búðirnar. • Fyrir fyrirspurnir og bókanir, vinsamlegast hafið samband í gegnum netfangið ungmennabudir@umfi.is.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.