Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 20
20 S K I N FA X I Ný stjórn UMFÍ Nokkur endurnýjun varð á stjórn UMFÍ á sambandsþinginu á Húsavík. Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og tveir nýir stjórnarmenn komu inn. Hér er ný stjórn UMFÍ kynnt til sögunnar. Jóhann Steinar Ingimundarson formaður hefur setið í stjórn UMFÍ frá árinu 2017. Árin 2017–2019 var hann meðstjórnandi. Árið 2019 varð hann formaður framkvæmdastjórn- ar UMFÍ og árið 2020 tók hann við sem vara- formaður af Ragnheiði Högnadóttur. Jóhann Steinar er Stjörnumaður og hefur frá unga aldri unnið innan ungmennafélagshreyfingar- innar. Hann byrjaði eins og flestir á kústinum, færði sig þaðan yfir á ritaraborðið, í dómgæslu og áfram uns hann varð fulltrúi í meistaraflokks- ráðum karla og kvenna í handknattleiksdeild félagsins og síðar í meistaraflokksráði karla í knattspyrnu. Jóhann Steinar tók síðan sæti í aðalstjórn Stjörnunnar. Hann tók við for- mennsku í aðalstjórn árið 2011 og gegndi henni í fjögur ár. Árið 2019 var hann gerður að heiðursfélaga Stjörnunnar. Gunnar Þór Gestsson varaformaður var kjörinn í varastjórn UMFÍ árið 2017 og hef- ur setið í aðalstjórn frá árinu 2019 sem með- stjórnandi. Hann er frá sambandssvæði Ung- mennasambands Skagafjarðar (UMSS), þar sem hann er fæddur og uppalinn. Eftir níu ár sem formaður aðalstjórnar Tindastóls og varaformaður UMSS var Gunnar kosinn for- maður UMSS í nóvember 2020. Guðmundur Sigurbergsson gjaldkeri sat í varastjórn UMFÍ 2015–2017. Frá árinu 2017 hefur hann setið í aðalstjórn og gegnt embætti gjaldkera sambandsins. Guðmundur er frá sambandssvæði Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) og þekkir vel til hreyf- ingarinnar á höfuðborgarsvæðinu, aðallega Breiðabliks í Kópavogi. Guðmundur á að baki rúmlega 20 ára stjórnarsetu innan Breiðabliks, fyrst innan körfuknattleiksdeildar og síðar í aðalstjórn félagsins. Í febrúar 2021 tók Guð- mundur við hlutverki formanns UMSK af Valdimari Leó Friðrikssyni. Áður hafði Guð- mundur verið gjaldkeri UMSK í sex ár. Hallbera Eiríksdóttir kom inn í varastjórn UMFÍ árið 2019. Hún er frá sambandssvæði Ungmennasambands Borgarfjarðar (UMSB). Í dag býr hún á höfuð- borgarsvæðinu. Hallbera hefur verið þátt- takandi í íþrótta- og félagsstarfi allt sitt líf og prófaði sem barn allar íþróttir sem í boði voru í Borgarnesi. Hallbera er rekstrarverkfræðing- ur sem finnst skemmtilegast að spila golf og skíða niður brekkur í frítíma sínum. Málfríður Sigurhansdóttir meðstjórnandi er frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur (ÍBR) og er nýliði í stjórn UMFÍ. Hún hefur lengi starfað fyrir Ungmennafélagið Fjölni í Grafarvogi. Hún var í 11 ár í stjórnum deilda og hefur frá haustinu 2007 verið starfsmaður aðalstjórnar Fjölnis. Málfríður kemur að íþróttastarfinu frá flestum hliðum. Hún hefur verið iðkandi frá barnsaldri og mætt á öll Landsmót UMFÍ 50+, hefur átt börn í íþróttum, verið sjálfboðaliði og unnið að ýmsum málefnum hreyfingar- innar. Aðalstjórn UMFÍ Varastjórn UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.