Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 22
22 S K I N FA X I „Siðareglur Æskulýðsvettvangsins eru bæði vandaðar og aðgengi- legar. Reynslan segir okkur hins vegar að það nægir ekki að eiga þær bara til, það þarf einnig að kenna þær,“ segir Tómas Torfason, fram- kvæmdastjóri KFUM og KFUK og formaður stjórnar Æskulýðsvett- vangsins. Þau félagasamtök sem saman mynda Æskulýðsvettvanginn hafa á þessu ári unnið að þróun námskeiðs um siðareglur um samskipti. Mark- mið námskeiðsins er að ýta undir þekkingu á siðareglunum hjá starfs- fólki og sjálfboðaliðum þeirra félaga sem mynda vettvanginn og inn- leiða á sama tíma starfshætti í anda þeirra hjá hverjum einstaklingi sem hjá þeim starfa. Stefnt er að því að bjóða starfsfólki og sjálfboðaliðum UMFÍ og fleiri félögum sem mynda Æskulýðsvettvanginn að sitja námskeiðið á nýju ári 2022. Dæmi um margar klípur KFUM og KFUK hafa um árabil boðið upp á námskeið um siðareglurn- ar fyrir ungmenni á leiðtogahelgum og fyrir starfsfólk sumarbúða. Við kennsluna hafa verið notaðar svokallaðar klípusögur, tilbúin dæmi um aðstæður sem geta komið upp í raunveruleikanum. Tómas segir siðareglur Æskulýðsvettvangsins aðgengilegar, þær liggi m.a. frammi í bæklingum og megi finna á heimasíðum félaganna auk þess sem starfsfólk KFUM og KFUK fái þær samhliða ráðningar- samningum. Reynslan sýni engu að síður mikilvægi þess að kenna þær og ræða við fólk um ólík atvik sem geti komið upp í raunveruleg- um aðstæðum þeirra sem vinna með börnum og ungmennum. Þá koma klípusögur, margar byggðar á raunverulegum dæmum, að góð- um notum. Siðareglur bæta menningu félaga Þegar starfsfólk og sjálfboðaliðar félaga þekkja reglurnar batnar hegðun innan hópsins. „Það hefur sýnt sig að þekking á siðareglunum hefur jákvæð áhrif á menninguna í hópnum. Það kemur m.a. fram í því að vafasamir brand- arar verða ekki lengur fyndnir og rýmið fyrir óæskilega framkomu eða hegðun verður mjög lítið. Samskipti starfsfólks sín á milli og samskipti við þátttakendur í starfinu verða uppbyggilegri og faglegri. Þá er einnig gott að geta stuðst við og vitnað í siðareglurnar ef ein- hver fer út af sporinu eða þarf að fá tiltal. Þá er samtalið byggt á fag- legum grunni,“ heldur Tómas áfram og bætir við að hann bindi vonir við að námskeið sem þetta verði dag einn jafn vinsælt og mikils metið og námskeiðið Verndum þau, sem fjallar um það hvernig á að bregð- ast við vakni grunur um ofbeldi og vanrækslu gegn börnum og ung- mennum. „Þetta námskeið er mikilvægt forvarnarstarf. Það segir sig sjálft að almenn þekking á siðareglunum fækkar eðlilega vandamálum, áskor- unum og brotum sem upp koma á þessu sviði. Þess vegna er ég mikill talsmaður þessa námskeiðs um siðareglur og samskipti,“ segir hann. Æskulýðsvettvangurinn UMFÍ tekur upp siðareglur Æskulýðsvettvangsins Námskeið verða haldin á nýju ári um siðareglur Æskulýðsvettvangsins, sem er samráðsvettvangur UMFÍ og fleiri frjálsra félagasamtaka.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.