Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 38
38 S K I N FA X I Tilslakanir á samkomutakmörk- unum. Fjöldatakmarkanir fara úr 20 manns í 50, sund- og bað- staðir og líkamsræktarstöðvar eru opnuð fyrir takmörkuðum fjölda gesta. Á íþróttaleikjum mega aðeins vera 75 ein- staklingar í hverju hólfi. Fjöldi sitjandi gesta á viðburðum fer úr 100 manns í 150. Fjöldatakmarkanir fara úr 150 manns í 300 og nándarregla verður einn metri í stað tveggja. Á sitjandi viðburðum verður engin nándarregla. Grímuskylda er enn í gildi. Allar samkomutakmarkanir eru felldar úr gildi. Unglingalandsmóti UMFÍ er frestað vegna fjölgunar COVID-smita og komandi samkomutakmarkana. „Því miður er ómögulegt að halda Unglingalandsmótið með ábyrgum hætti innan þeirra takmarkana sem settar hafa verið og því verðum við að fresta því,“ sagði Þórir Haraldsson, for- maður framkvæmdanefndar Unglinga- landsmóts UMFÍ. Mótið átti að fara fram á Selfossi um verslunarmannahelgina. Takmarkanir eru teknar upp að nýju. Þær gilda til 13. ágúst. 200 manns mega koma saman, grímuskylda er innleidd á ný og nálægðar- regla tekin upp. Íþrótta- æfingar og -keppnir barna og fullorðinna eru heimilar með og án snert- ingar með 100 manna hámarksfjölda. Hámarksfjöldi áhorfenda er 200 manns í rými, sem skulu skráðir í sæti. Sund- og baðstöðum og heilsu- og líkamsræktar- stöðvum er heimilt að taka á móti 75% af leyfilegum hármarksfjölda gesta. Framkvæmdanefnd Lands- móts UMFÍ 50+ og fram- kvæmdastjórn UMFÍ ákveða að fresta Landsmóti UMFÍ 50+ í ljósi COVID-19 smita í samfélaginu. Mótið átti að fara fram í Borgarnesi dagana 27.–29. ágúst. Gildandi reglugerð um sam- komutakmarkanir er fram- lengd um tvær vikur. Tilslakanir á sótt- varnarráðstöfunum. Fjölda- takmarkanir eru áfram 200 manns, eins metra nálægð- arregla og grímuskylda. Engin grímuskylda á íþrótta- viðburðum sem fara fram utandyra ef að hámarki 200 einstaklingar eru í sama rými. Ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði er frestað fram til ársins 2022 vegna heimsfaraldurs COVID-19. Tilslakanir á sóttvarnarráðstöf- um. Fjöldatakmarkanir fara úr 200 manns í 500 og á hrað- prófsviðburðum verður unnt að hafa allt að 1.500 manns. Takmarkanir innanlands eru framlengdar til 20. október. Verulegar afléttingar innanlands. Almennar fjölda- takmarkanir 2.000 manns, grímuskyldu aflétt og eins metra nándarregla. Innanlandsaðgerðir eru hertar mikið vegna fjölgunar smita. Grímuskylda þar sem ekki er hægt að halda eins metra nálægðarreglu, 500 manna fjöldatakmarkanir. Heimilt að halda 1.500 manna viðburð að undan- gengnum hraðprófum. Aðgerðir eru enn hertar. Hámarksfjöldi fólks í hverju hólfi er færður niður í 50 manns, grímuskylda tekin upp og sú kvöð tekin upp að sæti skulu númeruð, skráð á nafn, kenni- tölu og símanúmer. Á sund- og baðstöð- um, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæð- um er miðast við 75% af heimiluðum hámarksfjölda. Fólk er hvatt til að gæta að sóttvörnum og að sameigin- leg áhöld skulu sótthreinsuð eftir notkun, að loftræsting sé í lagi og loftað reglu- lega út úr öllum rýmum. Heimilt er að auka fjölda í hólfi úr 50 manns í 500 ef allir gestir framvísa niðurstöðu um neikvætt hraðpróf sem er ekki eldra en 48 klukkustunda gamalt. Íþrótta- keppnir og -æfingar barna og fullorð- inna eru heimilar. Sóttvarnaaðgerðir á landa- mærum hertar vegna nýja kórónaveiruafbrigðisins Ómíkron. Allir sem koma frá löndum eða hafa dvalið meira en sólarhring síðastliðna 14 daga á skilgreindum hááhættusvæðum er skylt að fara í PCR-próf við komuna til landsins og fara í sóttkví sem lýkur með öðru PCR-prófi fimm dögum síðar. Heilsugæsla höfuðborgar- svæðisins lengir afgreiðslu- tíma fyrir hraðpróf því fólk þarf að hafa niður- stöður úr prófum sem má ekki vera eldra en 48 klst gamalt þegar viðburður hefst. Kórónuveirufaraldurinn hefur sett mark sitt á daglegt líf Íslendinga í næstum því tvö ár. Aðgerðir til að hefta útbreiðslu voru hvað harðastar í fyrra þegar íþrótta- starf lá niðri um nokkurra vikna skeið. Árið byrjaði vel, COVID-smitum fækkaði mikið í vor og var útlit fyrir að öllum höft- um yrði aflétt í sumar. En þá kom bak- slag. Smitum tók að fjölga á meginlandi Evrópu og færðist þróunin yfir til Íslands þegar tók að hausta. Af þeim sökum var dyrum hallað nær stöfum á ný í vetur. Frá því að faraldurinn skall á af krafti í byrjun síðasta árs höfum við tekið sam- an helstu þættina sem einkenna að- gerðir til að hefta útbreiðslu hennar í samfélaginu. Hér er sýnd þróun mála frá maí og fram í byrjun desember. 10. maí 2021 15. jún 2021 26. jún 2021 23. jún 2021 25. jún 2021 28. jún 2021 10. ágú 2021 30. ágú 2021 15. sep 2021 5. okt 2021 28. ágú 2021 COVID-19 Áhrifin frá miðju ári og fram í desember 2021 20. okt 2021 25. nóv 2021 27. nóv 2021 1. des 2021 10. nóv 2021

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.