Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 11
 S K I N FA X I 11 Í bókinni segir fjöldi íþróttafólks frá því hvað er gott að borða fyrir æfingar og leiki, hvað er gott að eiga í ísskápnum og hvernig hægt er að búa til næringarríka máltíð með þeim hráefnum sem til eru á heimilinu. Með hverri uppskrift í bókinni geta lesendur séð upplýsingar um hlutfall kolvetna, próteins og fitu. „Ég er ekki að boða breytingu eða átak eða skipa neinum að fara nú að umbylta öllu með nýju mataræði. Þvert á móti vona ég að bókin hjálpi fólki að lifa með freistingunum,“ segir hún. Fræðsla skiptir máli Elísa sér fjölmarga möguleika á því að fylgja bókinni eftir. Stórt fyrir- tæki sem hafi stutt vel við íþróttastarf í sínu bæjarfélagi hafi keypt bók- ina í heildsölu hjá útgefanda og félagið síðan gefið iðkendum hana. „Það var alveg frábært enda er þetta mjög góð viðbót við starf yngri flokka. Draumur minn er að börnin og foreldrarnir opni bókina saman og búi til eitthvað gott upp úr henni. Hollt mataræði er líka besta for- vörnin og enn betra er að fjölskyldan njóti þess að vera saman í eld- húsinu,“ segir Elísa og bætir við að hún sjái fyrir sér meiri eftirfylgni, svo sem að stjórnendur íþróttafélaga geti haft samband við sig og óskað eftir fyrirlestri um næringu íþróttafólks. 500 g þorskhnakkar 1 blaðlaukur 1 grænt epli 50 g parmesanostur 300 ml kókosrjómi/ matreiðslurjómi 1 tsk. aromat 1 tsk. chili-flögur 2 msk. karrý Salt og pipar eftir smekk Handfylli af klettasalati Hveiti til að velta fiskinum upp úr Borðað með Elísu • Morgunmatur Hafrar, kíafræ, hampfræ, salt, smá sítrónusafi, látið liggja í möndlumjólk yfir nótt. Toppa þessa máltíð svo með því sem til er hverju sinni. Oftast er það banani og stökkt múslí & KAFFI. Ég er mikil kaffikona. • Millimál Ótrúlega misjafnt, en ávextir eða grænmeti, flatkökur, hreint skyr með banana og múslí, brauð með áleggi og svo gæti ég borðað hummus með skeið upp úr boxi ef þannig ber við. • Hádegismatur Ég bý mér oft til alls konar matarmikil salöt úr því sem til er í ísskápnum, kínóa eða bygg, falafelbollur, klettasalat, ofnbakað grænmeti með góðri dressingu er svolítið það sem ég er að vinna með. Ef skipulagið fer alveg úr böndunum (sem gerist oft) hefur eggjavélin í vinnunni komið mér ansi oft til bjargar og þá eru það tvær brauðsneiðar með smjöri, osti og soðnu eggi, legg ekki meira á ykkur. • Millimál Fæ mér eitthvað kolvetnaríkt fyrir æfingar, brauð með áleggi, morgunkorn eða ávexti. • Kvöldmatur Fiskur verður mjög oft fyrir valinu á mínu heimili, annars einhverjir ljúffengir grænmetisréttir. Fiskur á einni pönnu er í miklu uppáhaldi og alveg ótrúlega einfalt og gott. Fiskinum velt upp úr hveiti og steiktur á vel stórri pönnu upp úr smjöri og olíu 2–3 mínútur á hvorri hlið, þá er fiskurinn kryddaður og kókosrjómanum/ matreiðslurjómanum hellt yfir. Látið malla í 5–10 mínútur á meðalháum hita. Blaðlauknum og eplunum er bætt við sem og parmesanosti, þetta er látið malla í fimm mínútur, eða þar til osturinn er bráðinn og laukurinn og eplin aðeins farin að eldast. Að lokum er klettasalati stráð yfir og örlítið meira af parme- san rifið yfir. Fiskurinn er síðan borinn fram beint á pönnunni. Fiskur á einni pönnu Uppskrift fyrir 2–3: Ítarlegar upplýsingar um bókina Næringin skapar meistarann má finna á vefsíðunni www.elisavidars.is.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.