Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 25
 S K I N FA X I 25 Halda sex vikna námskeið fyrir börnin „Styrkurinn gerir okkur kleift að bjóða upp á námskeið fyrir börn af erlendum uppruna, sem eiga oft í miklum erfiðleikum í skóla- sundi. Það getur verið erfitt að ná krökkunum inn í starfið því vegna skorts á sundkunnáttu passa þau oft illa inn í fyrir fram skilgreinda æfingahópa,“ segir Kristín Þórðar- dóttir, gjaldkeri Sunddeildar KR. Sunddeildin fékk styrk til að bjóða upp á sérstakt sundnám- skeið fyrir börn af erlendum upp- runa og er vonast til þess að geta náð hluta af þessum hópi inn í starfið eftir að námskeiðinu lýkur. Sunddeildin hefur verið í sam- bandi við Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða varðandi verkefnið og hefur félagsþjónustan þar verið í beinu sambandi við for- eldra þeirra barna sem talin eru þurfa á þessari þjónustu að halda. „Ég held að það hafi gengið vel og foreldrar hafa tekið vel í þetta,“ segir Kristín. „Ég veit að foreldrar eru líka að leita eftir þessu.“ Hugmyndin Fræða foreldrana um íþróttastarf barnanna „Við erum mjög ánægð með styrkinn og það verður auðvelt að nýta hann,“ segir Dagný Finnbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Héraðssam- bands Vestfirðinga (HSV). Héraðssambandið fékk styrkinn til að kynna starfsemi félagsins með aðstoð túlka, þýða stundatöflur og búa til tékk- lista/bækling fyrir erlenda foreldra sem útskýrir hvernig þau skrá börnin í íþróttir og hvaða íþróttir eru í boði og taka fram hversu mikil- vægt íþróttastarf er fyrir börn. Einnig er stefnt á að gera heimasíðuna www.hsv.is aðgengilegri með því að þýða hana yfir á fleiri tungumál. „Við erum með íþróttaskóla fyrir börn í 1.–4. bekk og á kynningar- degi grunnskólans næstkomandi vor ætlum við að kynna þetta starf og starfið í bænum, vera tilbúin með upplýsingar og ná að grípa alla strax,“ segir Dagný en viðurkennir að hún sé ekki með það á hreinu hversu marga túlka þurfi á kynningardaginn. Túlkun verður unnin í samstarfi við grunnskólann. Dagný telur þó líklegt fyrsta kastið að túlkað verði á ensku, pólsku og filippseysku og gott aðgengi sé að túlkum á önnur tungumálum. „Við ætlum að búa til bæklinga með ýmsum nytsamlegum upplýs- ingum fyrir foreldra og stefnum á að þýða þá yfir á ensku, pó lsku og filippseysku,“ segir Dagný. „Heimasíðan er svo það flóknasta í þessu öllu saman og nokkuð sem við þurfum að vinna með hýsingaraðila síðunnar. Til að byrja með verður heimasíðan sennilega þó fyrsta kastið þýdd á ensku og eftir það á önnur tungumál.“ Sarah tekur vel á móti öllum nýjum iðkendum „Í öllu byrjendastarfi okkar leggjum við áherslu á að taka vel á móti bæði börnum og foreldrum þeirra. Foreldrarnir þurfa að sjá að íþrótta- húsið er öruggur staður og að við hugsum vel um barnið þeirra áður en það byrjar að æfa,“ segir Sarah Smiley, íshokkíþjálfari hjá Skauta- félagi Akureyrar. Skautafélagið fékk styrkinn til að búa til myndbrot fyrir samfélags- miðla þar sem iðkendur félagsins af erlendum uppruna hvetja önnur börn af erlendum uppruna á eigin tungumáli til þátttöku í íþróttum. Jafnframt er stefnt á að þýða heimasíðu www.sasport.is á önnur tungu- mál og einnig auglýsingabæklinginn Vertu með, sem UMFÍ og ÍSÍ hafa gefið út á nokkrum tungumálum. Um 160 iðkendur hjá Skautafélaginu eru undir 18 ára aldri. Flestir eru þeir frá Íslandi en fjölmargir frá öðrum löndum, á borð við Belgíu, Grikkland, Lettland, Litháen, Pólland, Kanada, Danmörku og Portúgal. Sarah segist ekki geta svarað því fullkomlega hvers vegna mörg börn sem eiga erlenda foreldra stunda skautaíþróttir á Akureyri. Hún segir einhverja foreldra barnanna þekkjast og börnin kannast hvert við annað. „Þegar krakkarnir og foreldrar þeirra sjá hvað starfið er fjölbreytt hjá okkur koma þau og byrja að æfa,“ segir Sarah, sem sjálf er frá Kanada en hefur verið búsett hér frá árinu 2006. er að leggja sérstaka áherslu á að ná til barna á miðstigi og elsta stigi grunnskóla þar sem þau eiga erfitt með að fá kennslu við hæfi í skóla- sundi vegna getumunar og eru samkvæmt félagsþjónustunni að mæta illa eða mæta jafnvel ekki í skólasund. Sunddeild KR ætlar að reyna að halda nokkur sex vikna námskeið fyrir börn af erlendum uppruna á hverju sundtímabili. „Það fer eftir því hvenær við fáum pláss í sundlauginni og á hvaða tíma dags námskeið- in verða haldin. Þau yrðu í það minnsta ekki á skólatíma, því þá eru sundlaugarnar uppteknar fyrir skólasund og þjálfararnir okkar eru í ann- arri vinnu á þeim tíma,“ segir Kristín, en Sunddeild KR er með reyndan þjálfara, sem er sjálfur af erlendu bergi brotinn, sem er tilbúinn að taka þessi námskeið að sér. „Við erum með aðgang að nokkrum sundlaug- um og til dæmis úti á Seltjarnarnesi gætum við verið með sundtímana beint eftir skóla en í Vesturbæjarlaug er skólasund til kl. 17 á daginn svo að við kæmumst ekki að fyrr en eftir það. Það þarf að stilla þetta eftir því hvaðan hver er að koma.“ „Við teljum það afar mikilvægt að kostnaður foreldra við námskeið- ið verði í algjöru lágmarki og helst enginn, en það hefur sýnt sig að það skiptir miklu máli varðandi þátttöku í sambærilegum verkefnum,“ segir Kristín. Stefnt er að því að námskeiðin standi yfir sem fyrr segir í sex vikur, en til þess að hægt sé að nýta frístundaávísun Reykjavíkur- borgar þurfa námskeið að standa yfir í átta vikur hið minnsta. Kristín Þórðardóttir, gjaldkeri Sunddeildar KR.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.