Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 37
 S K I N FA X I 37 fá flóttafólk til að stunda íþróttir, hefja viðræð- ur við samstarfsaðila og fjárfesta við verkefni á nýjan leik og hvetja fólk til að hreyfa sig á nýjan leik. Einn frummælenda á ráðstefnunni var dr. Fiona Bull, sem segja má að sé málsvari lýð- heilsu hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Á borði stofnunarinnar eru átaksverk- efni til langs tíma sem m.a. er ætlað að fjölga þeim sem hreyfa sig í skipulögðu starfi og draga með því úr tíðni hjartasjúkdóma, áunninnar sykursýki og krabbameina. Áætlunin nær frá 2018 og stendur til ársins 2030. Markmiðið er að á þessu tólf ára tímabili muni 15% fleiri einstaklingar hreyfa sig meira og með skipu- lögðum hætti en árið 2018. Fjölga þarf tækifærum til hreyfingar Dr. Bull áréttaði að vísbendingar um dapra lýðheilsu fólks og hrakspár hefðu orðið til þess að WHO ýtti átakinu úr vör. Ljóst væri að COVID-faraldurinn hefði raskað öllum plönum og því yrði að leggja harðar að sér en áður að ná markmiðum áætlunarinnar og tryggja að fólk yrði við betri heilsu eftir tæpan áratug en lýst var í hrakspám stofnunarinnar. Í stað þess að fólk hreyfði sig reglulega yrði að leita allra leiða til að bjóða upp á fjölbreytta hreyfingu. Það myndi hafa jákvæð áhrif á líf og heilsu fólks til langframa. Engu var líkara en að dr. Fiona Bull hefði sammælst með Willum Þór Þórssyni, nýjum heilbrigðisráðherra, um mikilvægi lýðheilsu. „Stjórnendur íþróttafélaga og allir málsvar- ar hreyfingar verða að leggjast á árarnar með WHO, Sameinuðu þjóðunum og stjórnvöld- um um allan heim til að bæta lýðheilsu fólks og tryggja að allir geti hreyft sig. Við þurfum að leggja áherslu á kosti hreyfingar. Þeir koma ekki aðeins fram í bættri líkamlegri heilsu held- ur hafa líka áhrif á andlega heilsu og hafa félagslega kosti í för með sér,“ sagði hún.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.