Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 35
 S K I N FA X I 35 Helgi bregður á leik á brimbretti á stöðuvatninu Titisee í Svartaskógi í Baden-Württemberg í Þýskalandi árið 2017. mjög mikil áhrif á íþróttastarf félaga, sambanda og UMFÍ á þeim tíma. Síðan kom Pálmi Gíslason, sem var allt öðruvísi en líka mjög áhuga- samur. Hann hafði mikinn áhuga fyrir erlendum samskiptum og vakti þau upp. Einnig alls konar verkefni. Það var t.d. hjólað hringinn í kring- um landið í hans tíð. Þórir Jónsson tók svo við af Pálma. Sæmundur sagði oft að hann hefði fórnað mestu sem formaður af því að hann var sjálfstæður verk- taki. Pálmi var í bankanum og hafði aðstöðu þar, skulum við segja, en tímana hjá Þóri sem fóru í þetta gat hann ekki skrifað á neitt annað. Björn B. Jónsson tók við af Þóri. Hann er hörkulíflegur og hafði áhuga fyrir skóginum náttúrulega, enda skógfræðingur. Hann kom ýmsu góðu til leiðar, vil ég meina. Uppbyggingin í Þrastaskógi og Þrastalundur eru mikið til hans verk og reyndar Sæmundar líka. Svo kom Helga Guðrún Guðjónsdóttir, fyrsta konan til að gegna embætti formanns UMFÍ. Það voru náttúrulega tímamót í hreyfingunni. Hún er hörkukona og ósérhlífin eins og allt þetta fólk. Síðan er það Haukur Valtýsson tannlæknir á Akureyri. Það gilti kannski það sama um hann og Þóri, hann gat ekki borað í tennur á meðan hann var að sinna erindum fyrir hreyfinguna,“ segir Helgi. Bölvaður rokkur en talaði umbúðalaust „Ég kynntist svo auðvitað Sigurði Geirdal, framkvæmdastjóra UMFÍ. Þegar ég var hjá UMSK var ég með aðstöðu á skrifstofu UMFÍ. Hann var náttúrulega engum líkur. Mjög öflugur, bölvaður rokkur en talaði umbúðalaust, en það þurfti oft í þessu starfi. Hann átti síðan farsælan feril í stjórnmálunum eftir að hann hætti hjá UMFÍ. Ég kynntist síðan Sigurði Þorsteinssyni, sem tók við af honum en frekar stutt. Hann kom úr knattspyrnunni og var hugsjónamaður mikill. Síðan vann ég mikið með Sæmundi, en við þekktumst frá gamalli tíð enda báðir Skaftfellingar. Það verður ekkert af honum tekið að hann var mjög öflugur. Ég er ekkert viss um að hreyfingin væri þar sem hún er stödd í dag ef hans hefði ekki notið við. Þá vil ég sérstaklega nefna fjár- aflanir og samskiptin við fjárveitingavaldið. Svo tók Auður Inga Þorsteinsdóttir við, en hún kom í raun úr allt annarri átt, sem var bara hið besta mál. Ég held að fólk sem starfar innan hreyfingarinnar þurfi að hafa það hugfast að það lifi aldrei sjálft sig í starfi og þekki sinn vitjunartíma. Hættu á réttum tíma áður en það þarf að draga þig út á hárinu,“ segir Helgi í lokin og glottir aðeins við. ´ P 187 C15 M100 Y100 K4 R172 G37 B43 Hlíðasmári 6 Kópavogi 510 7900 Austurlands Takk fyrir stuðninginn

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.