Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 33

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 33
 S K I N FA X I 33 Lengst hefur hann sungið með Söngfélagi Skaftfellinga og gerir enn. „Menn höfðu á orði á sínum tíma að ég hefði haft ótrúlega mikinn áhuga á íþróttum miðað við hvað ég gat lítið. Það má kannski segja að kórastarfið hafi verið það helsta sem ég var liðtækur í,“ segir Helgi. Kveiktu áhugann og endurreistu USVS Helgi er spurður um tengsl hans við Ungmennasamband Vestur-Skafta- fellssýslu á þessum tíma. „Í framhaldi af þessu „ungmennafélagsvori“, þegar Hafsteinn formaður UMFÍ og Sigurður framkvæmdastjóri koma til starfa var farið í að endurreisa sambandið. Þeir drifu í því og stækk- uðu félagssvæðið sem varð öll Vestur-Skaftafellssýsla. Þannig byrjar þetta. Það var þannig að hvar sem þessir náungar fóru um, þar kvikn- aði áhuginn. Átti það sérstaklega við um Hafstein sem var mikill eld- hugi. Það var stundum orðað þannig að það væri dauður maður sem ekki hreifst með þegar hann tók til máls. Sigurður var öðruvísi en þræl- öflugur eins og margir þekkja. Þarna var þetta samband stofnað og Haukur Valdimarsson frá Kirkjubæjarklaustri varð formaður. Hann var það í tvö ár minnir mig. Ég tók svo við 1972 sem formaður.“ En hvernig var starf Ungmennasambandsins á þessum tíma? „Í stuttu máli byggðist það á íþróttunum. Ég hef stundum sagt að það hafi verið íþróttirnar sem hafi dregið vagninn í þessu öllu. Það á líka við um UMFÍ. Ef við hefðum ákveðið það um 1950 eða 1960 að láta nú ÍSÍ sjá um íþróttirnar og að við hefðum séð um allt hitt, þá hefð- um við ekki lifað af. Það var sama í þessari sýslu. Þarna var ákveðinn rígur á milli Víkur og Klausturs. En það var farið að talast við og sam- skipti komust á og þau voru á grunni íþróttanna. Héraðsmótin urðu viðburðir sem allir hlökkuðu til. Og út á það gekk þetta nú.“ Virðulegur maður fer að skipta sér af Helgi gegndi formennsku í USVS í fjögur ár, til 1976. Þegar hann er spurður um eftirminnileg atvik segir hann söguna um Þorstein Einars- son. „Ég var eitt sinn á íþróttamóti í Vík að mæla langstökk í ausandi rign- ingu, sem stundum var nú, og lét hlutina ganga. Þá kom þarna virðu- legur maður og fór eitthvað að skipta sér af, hvort ég ætti ekki að mæla frá miðjum planka eða hvernig sem það nú var. Ég sinnti honum lítið til að byrja með af því að ég var að mæla. Ég spurði hann svo hvort hann hefði einhvern sérstakan áhuga fyrir íþróttum. Hann hélt það nú, hann væri sko íþróttafulltrúi ríkisins. Þá var hann ekkert að kynna sig neitt. Hann bara kom og var svo allt í einu farinn að skipta sér af. Þetta þótti sumum fyndið.“ Landsfrægur og bráðum heimsfrægur „Annað sem mig langar að nefna þarna fyrir austan, sem er mér minnis- stætt, er að þjóðhátíðarárið 1974 var hlaupið með kyndil frá Ingólfs- höfða suður til Reykjavíkur. Þetta var skemmtilegt og allir tóku vel í þetta. Það var haldinn fundur á hótelinu í Vík þar sem Gísli heitinn Hall- dórsson forseti ÍSÍ kom meðal annarra. Síðan kom strætó úr Reykjavík og það var farið alla leið austur að Ingólfshöfða og lagt af stað þaðan, en þetta var árið sem hringvegurinn var opnaður. Ari Magnússon, for- maður Ungmennafélags Öræfa, lagði af stað með kyndilinn. Svo gerð- um við það sem var svolítið skemmtilegt, en það var að láta „síðasta förumanninn“ í Skaftafellssýslu, Stefán Stefánsson, sem var 77 ára þeg- ar þetta var og svolítið skondinn karl, taka einn sprett með kyndilinn. Hann hafði átt leið frá Álftaveri til Víkur og fékk far með strætónum. Svo kom í blöðunum að hann hefði verið elsti hlauparinn sem hljóp. Hann var mjög ánægður með það og sagði að nú væri hann orðinn lands- frægur og að bráðum yrði hann heimsfrægur.“ Urðum að gera allt frá grunni Á þessum tíma, á fyrstu árum USVS, var lítil sem engin aðstaða til íþrótta- iðkunar. Helgi nefnir sem dæmi að þeir hafi fengið að nota túnið hjá Lárusi Siggeirssyni á Klaustri undir íþróttamót þegar hann var búinn að slá. „Þetta var bara slétt tún og það varð að byrja á að mála allar línur og búa til frjálsíþróttavöll. Það var byrjað frá grunni. Nú er kominn íþrótta- völlur í Vík og aðstaðan er allt önnur. Þetta var ekki auðvelt í þá daga. Margir af þeim sem voru í íþróttunum voru á kafi í þessu öllu líka.“ Kennsla á félagsmálanámskeiðum Árið 1976 fluttist Helgi í Egilsstaði og fór að vinna í bókhaldsþjónustu hjá Sigurjóni Bjarnasyni, sem var lengi formaður UÍA og átti m.a. sæti í stjórn UMFÍ. Þar fór hann fljótlega að taka þátt í félagsstarfinu, var m.a. tengdur blakinu hjá Hetti á Egilsstöðum. Á þeim tíma var hann líka mikið í fræðslumálunum. Helgi er spurður hvernig það hafi komið til. „Árið 1972 fór ég á námskeið í félagsmálum í Leirárskóla í Borgar- firði þar sem var verið að mennta félagsmálakennara. Það má segja að þar hafi einn angi af vorinu í ungmennafélagshreyfingunni verið í gangi, en þá voru þeir félagar Hafsteinn Þorvaldsson og Sigurður Geirdal búnir að virkja Æskulýðsráð ríkisins og Reyni Karlsson sem stýrði því þá. ÍSÍ kom einnig að þessu námskeiði. Þarna kom bara rjóminn af öllu landinu, alls konar pamfílar eins og Níels Árni Lund og Guðmundur Gíslason, ásamt ungliðum stjórnmálaflokkanna. Á námskeiðunum var kennt efni sem kom frá Norðurlöndunum. Arne Sjölund var nefndur sem höfundur að því. Þetta var þýtt og Sigurfinnur Sigurðsson á Selfossi kom með fundarsköpin og allt sem því fylgdi. Hann var sérfræðingur í því. Guðmundur var m.a. á þessu námskeiði og þarna varð mikil gerjun. Ég fór á þetta námskeið og fór í framhaldinu að kenna á félagsmálanám- skeiðum. Ég kenndi m.a. í Vík og á Klaustri og hjá Ungmennafélaginu Skafta í Álftaveri og Skaftártungu. Ég hafði ákveðinn grunn frá Bifröst því þar var þetta kennt, þ.e. fundarsköp og ræðumennska. Eftir þetta var ég talinn hæfur til að kenna þetta víðar. Sigurjón kveikti á þessu og í framhaldi af því fór ég víða um Austurland. Það voru haldin námskeið í Breiðdal, á Fáskrúðsfirði, á Borgarfirði eystri, á Eiðaþinghá, á Jökul- dal og víðar. Sigurjón fór reyndar líka með mér á marga þessa staði. Hann lagði áherslu á að halda námskeið sem víðast. Þarna var ég aðallega í þessum fræðslumálum.“ Miklar vonir bundnar við félagsmálanámskeiðin Helgi segir að Félagsmálaskóli UMFÍ hafi á þessum tíma verið í píp- unum hjá forystumönnum UMFÍ, eða frá því fyrir 1970. „Félagsmála- skóla UMFÍ var ýtt úr vör um 1970, minnir mig. Þessi skóli var starf- ræktur lengi, en allt þarf endurnýjunar við. Síðar var Leiðtogaskólinn stofnaður, sem var nokkurs konar uppfærsla á þessu.“ Helgi ásamt konu sinni, Sigríði Gunnarsdóttur, afa og ömmu strákun- um Hróari og Huga.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.