Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 23
 S K I N FA X I 23 Dæmi um klípu • Ábyrgðaraðili býr í sama hverfi og þátttakandi í félagsstarfi fyrir ungmenni. • Til að þátttakandi þurfi ekki að taka strætó eða bíða eftir fari býður leiðbeinandi þátttakandanum far heim eftir fund/hitting. • Foreldrar þátttakandans þekkja leiðbeinandann. • Þar sem engin/n býr í nágrenninu eru leiðbeinandi og þátttakandi ein í bílnum í nokkra stund. Vangaveltur: • Er eitthvað athugavert við þessar aðstæður? • Eru siðareglur brotnar? • Hver eru viðeigandi viðbrögð í þessari stöðu? Hvar á ég að.....? Einstaklingar sem telja sig hafa orðið fyrir óæskilegri hegðun innan þeirra samtaka sem mynda Æskulýðsvettvanginn og aðildarfélaga þeirra geta tilkynnt mál til fagráðs Æskulýðs- vettvangsins. Öllum tilkynningum er tekið alvarlega og þeim komið í réttan farveg. Þú getur tilkynnt um óæskilega hegðun hjá Æskulýðsvett- vanginum. Þú getur líka tilkynnt um óæskilega hegðun hjá samskipta- ráðgjafanum. Um námskeiðið Mikilvægt er fyrir öll sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Siðareglur Æsku- lýðsvettvangsins gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða Æsku- lýðsvettvangsins. Þær snúa annars vegar að sam- skiptum og hins vegar að rekstri og ábyrgð. • Á námskeiðinu er farið yfir jákvæð og neikvæð samskipti og mikilvægi siðareglna í samskiptum. • Farið er yfir siðareglur Æskulýðsvettvangsins um samskipti og tekin dæmi um atvik sem geta komið upp í félagsstarfi sem tengjast siðareglunum og hvernig æskilegt er að bregðast við mögulegum brotum á siðareglum. • Fjallað er um tilkynningarskyldu þeirra sem starfa með börnum og ungmennum. Markmiðið með námskeiðinu er að starfsfólk og sjálfboðaliðar í íþrótta- og æskulýðsstarfi þekki siðareglurnar og kunni að starfa í anda þeirra og að starfshættir einstaklinga, hópa og í félagasamtökum markist af þeim. Siðareglurnar í heild sinni má nálgast á vefsíðu Æskulýðsvettvangsins: www.aev.is og á vefsíðu UMFÍ www.umfi.is

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.