Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.03.2021, Side 23

Skinfaxi - 01.03.2021, Side 23
 S K I N FA X I 23 Dæmi um klípu • Ábyrgðaraðili býr í sama hverfi og þátttakandi í félagsstarfi fyrir ungmenni. • Til að þátttakandi þurfi ekki að taka strætó eða bíða eftir fari býður leiðbeinandi þátttakandanum far heim eftir fund/hitting. • Foreldrar þátttakandans þekkja leiðbeinandann. • Þar sem engin/n býr í nágrenninu eru leiðbeinandi og þátttakandi ein í bílnum í nokkra stund. Vangaveltur: • Er eitthvað athugavert við þessar aðstæður? • Eru siðareglur brotnar? • Hver eru viðeigandi viðbrögð í þessari stöðu? Hvar á ég að.....? Einstaklingar sem telja sig hafa orðið fyrir óæskilegri hegðun innan þeirra samtaka sem mynda Æskulýðsvettvanginn og aðildarfélaga þeirra geta tilkynnt mál til fagráðs Æskulýðs- vettvangsins. Öllum tilkynningum er tekið alvarlega og þeim komið í réttan farveg. Þú getur tilkynnt um óæskilega hegðun hjá Æskulýðsvett- vanginum. Þú getur líka tilkynnt um óæskilega hegðun hjá samskipta- ráðgjafanum. Um námskeiðið Mikilvægt er fyrir öll sem starfa með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð. Siðareglur Æsku- lýðsvettvangsins gilda fyrir allt starfsfólk og sjálfboðaliða Æsku- lýðsvettvangsins. Þær snúa annars vegar að sam- skiptum og hins vegar að rekstri og ábyrgð. • Á námskeiðinu er farið yfir jákvæð og neikvæð samskipti og mikilvægi siðareglna í samskiptum. • Farið er yfir siðareglur Æskulýðsvettvangsins um samskipti og tekin dæmi um atvik sem geta komið upp í félagsstarfi sem tengjast siðareglunum og hvernig æskilegt er að bregðast við mögulegum brotum á siðareglum. • Fjallað er um tilkynningarskyldu þeirra sem starfa með börnum og ungmennum. Markmiðið með námskeiðinu er að starfsfólk og sjálfboðaliðar í íþrótta- og æskulýðsstarfi þekki siðareglurnar og kunni að starfa í anda þeirra og að starfshættir einstaklinga, hópa og í félagasamtökum markist af þeim. Siðareglurnar í heild sinni má nálgast á vefsíðu Æskulýðsvettvangsins: www.aev.is og á vefsíðu UMFÍ www.umfi.is

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.