Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 13

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 13
 S K I N FA X I 13 Úthlutun úr Fræðslu- og verkefnasjóði UMFÍ fer fram tvisvar á ári, það er í maí og í nóvember ár hvert. Umsóknarfrestur er 1. maí fyrir maí-úthlutun og 1. nóvember fyrir nóvember-úthlutun. „Það þarf að greina starfið með tilliti til þátttöku barna af erlendum uppruna,“ segir María Edwards- dóttir, framkvæmdastjóri Knatt- spyrnufélagsins Þróttar, sem fékk styrk fyrir verkefnið Ná til erlendra iðkenda. „Ég hef orðið vör við það í barna- og unglingastarfinu í gegn- um mína eigin þátttöku að staða þessa hóps er mjög brothætt. Ef ekkert foreldri í hópnum eða þjálf- ari hugsar sérstaklega um þessa krakka verða þau utangátta. Þegar ég skrifaði umsóknina var hluti verkefnisins að greina þátttöku og brotthvarf barna af erlendum upp- runa, bæði fjölda og þjóðerni þeirra. Við þurfum að sjá þetta og bera saman við þátttöku íslensku krakkanna í skipulögðu íþrótta- og æsku- lýðsstarfi. Þegar við höfum fengið þessa mynd getum við brugðist við og unnið markvisst að því að bæta okkur,“ segir hún. Aðgengi skiptir máli Nú á að þýða efni Þróttar fyrir börn og foreldra og gera það aðgengi- legt á fleiri tungumálum, til að byrja með á pólsku. Þýðingin sjálf er að sögn Maríu stærsti kostnaðarliður verkefnisins. „Hluti af verkefninu er að hafa efnið á nokkrum tungumálum á vef- síðu Þróttar. Það er kostnaðarsamt og þar sem við fengum aðeins brot af upphæðinni sem sótt var um verðum við að hugsa í lausnum. Við erum að skoða nú að nýta þekktar lausnir eins og Google Translate beint inn á vefsíðuna okkar. Þýðingin verður aldrei fullkomin, en það yrði samt til bóta fyrir þá sem ekki skilja íslensku. Ég hef fundið það á eigin skinni hve mikilvægt það er að ná til allra og að það sé ekki bara lukkan ein sem stýrir því hvort við náum til og tökum vel á móti börn- um af erlendum uppruna og foreldrum þeirra,“ segir María, en hún bjó sjálf í Noregi með fjölskyldu sinni. „Þótt Noregur og Ísland hafi mjög líka menningu og tungumál upp- lifði ég þetta þar. Við vorum ekki með tengslanetið og vissum ekki alltaf hvar og hvernig við gátum nálgast upplýsingar. Við vitum að íþróttir eru mikilvægar og hvert forvarnargildi þeirra er. Ef við náum betur til nýrra Íslendinga og getum tekið betur utan um þau og for- eldra þeirra gengur þeim betur að aðlagast og komast inn í íslenskt samfélag. Íþróttir eru nefnilega ekki bara einhverjar æfingar og keppni. Þær eru mikilvægar og afskaplega gefandi félagslegur þáttur fyrir bæði iðkendur og foreldra. Þessi börn hafa ekki fullan aðgang að íþrótta- starfinu á meðan tungumálið er hindrun. Við þurfum að laga það og vinna með skólunum til að ná til þeirra og lækka þröskuldinn. Það er okkur öllum til heilla. Við erum strax byrjuð að vinna í verkefninu og hlökkum til að sjá árangur af því á næstu misserum,“ segir María að lokum. Þróttur Reykjavík: Verkefnið – Ná til erlendra iðkenda María Edwardsdóttir, framkvæmdastjóri Þróttar

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.