Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 34
34 S K I N FA X I Hvernig sástu þetta vaxa upp og hvað kom út úr þessu? „Maður batt miklar vonir við þetta. Maður trúði því bara að allir myndu verða ræðumenn eða stjórnarmenn, en það gekk nú ekki eftir. Margir fengu örugg- lega þarna stuðning og héldu sína fyrstu ræðu, reikna ég með. Ég man líka eftir Guðmundi Guð- mundssyni, sem var líklega fram- kvæmdastjóri hjá HSK á þessum tíma, en hann setti þann metnað að halda félagsmálanámskeið hjá hverju einasta félagi innan HSK og ég hugsa að hann hafi gert það. Á HSK-svæðinu var þessi félagsmála- hefð til staðar. Hún var ekki með þeim hætti austur í Skaftafellssýslu. Það má því segja að við höfum svolítið verið að finna upp hjólið þar.“ Tvær konur á fyrsta þinginu Helgi fór á fyrsta UMFÍ-þingið á Húnavöllum árið 1971. Þar voru þá tvær konur á þinginu, önnur var þingfulltrúi frá HSK en hin starfsmaður í hálfu starfi hjá UMFÍ. Síðan eru þingin orðin býsna mörg hjá Helga. Stund- um hefur hann brugðið sér í pontu og farið með tækifærisvísur. Á sambandsráðsfundi á Kirkjubæjarklaustri 2012 var mataræði íþrótta- fólks til umræðu. Stefán Skafti Steinólfsson hélt því fram að betra væri að éta feita rollu en duft úr dollu. Þá varð þessi vísa til hjá Helga: Feita rollan fór á fjall finnst það mikils virði. Duft úr dollu er drullumall djöfullinn það hirði. Félag fyrir gamla skarfa Helgi fór árið 1978 til Gautaborgar í Svíþjóð í rekstrarhagfræðinám og tók þaðan háskólapróf í viðskiptafræðum, rúmum fjórum árum síðar. Sumarið 1981 var hann þó framkvæmdastjóri hjá UMSK. Þá fór hann m.a. með rútu og flokk manna á Landsmótið á Akureyri. Helgi kom svo heim úr námi 1983 og fór að kenna við Flensborgarskóla. Helgi starfaði á þessum árum m.a. með Umf. Vesturhlíð, frá stofnun þess árið 1987, og tók við formennsku af Agli Heiðari Gíslasyni árið 1990. Félagið vann að ýmsum málum, en það var stofnað sem nokkurs konar stuðningsfélag fyrir ungmennafélagshreyfinguna á höfuðborgar- svæðinu. „Þetta var svona félag fyrir gamla skarfa sem voru hættir og komnir á mölina. Var hugsað til að hafa hitting fyrir þá, nokkurs konar „old boys“ hugsun. Það voru Gunnar Sveinsson í Keflavík og Pálmi Gíslason sem höfðu frumkvæði að stofnun félagsins,“ segir Helgi. Skallagrímur er alvöru félag Í kringum 1992 fór Helgi að vinna hjá KPMG og veitti skrifstofu fyrir- tækisins í Borgarnesi forstöðu. Fljótlega eftir að hann fluttist til Borgar- ness sogaðist hann inn í íþróttastarfið og tók að sér formennsku í aðal- stjórn Umf. Skallagríms. „Skallagrímur er alvöru félag með margar deildir. Aðalstjórn er í raun samræmingaraðili fyrir deildir félagsins og kemur fram út á við fyrir hönd félagsins. Það var einkum um tvennt sem ég minnist þ.e. að útdeila takmörkuðum tímum í íþróttahúsinu, en það var slegist um þá, og að deila út styrk til deildanna frá Sparisjóði Mýra- sýslu. Þá veitti Sparisjóðurinn alltaf einni milljón til Skallagríms. Það voru þarna badmintondeild, frjálsíþróttadeild, sunddeild, körfuknatt- leiksdeild, knattspyrnudeild, leikdeild og skákdeild. Ég tengdist UMSB ekki mikið nema að ég mætti á þing auðvitað fyrir hönd Skallagríms.“ Í öllum fjandanum hjá UMFÍ Eftir dvölina í Borgarnesi 1993 hóf Helgi störf á skrifstofu UMFÍ, sem þá var í Fellsmúla. „Þá var ég bara í öllum fjandanum. Ég var í fræðslumál- unum og svo bókhaldi og fjármálum því ég hafði lært það og kunni á það. Einhvern tíma á þessum tíma varð ég titlaður skólastjóri Félags- málaskóla UMFÍ. Ég var hjá UMFÍ í fimm ár, til 1998, en þá fór ég til Samskipa. Ég kom svo aftur til UMFÍ 2006 og var þar allar götur síðan, þar til ég hætti að vinna í fyrra.“ Meginstarf Helga hjá UMFÍ frá 2006 var bókhald og fjármál. Þekking hans á fundum og fundarstjórn var þó oft nýtt og reynsla hans af félags- málum í ýmislegt annað. Helgi vann þar með gömlum sveitunga sín- um úr Vík í Mýrdal, Sæmundi Runólfssyni, framkvæmdastjóra UMFÍ. „Sæmundur er mikill áhlaupamaður og það var oft farið í alls konar verkefni. Mér er minnisstætt Lífshlaupið, sem haldið var sumarið 1995. VÍS var styrktaraðili verkefnisins og gaf m.a. verðlaun. Það var gefin út sérstök bók sem fólk gat fengið stimpil í, í sundlaugum og á fleiri stöð- um, fyrir hreyfingu sína sem var að hlaupa, synda eða ganga. Þetta sló algjörlega í gegn og var rosalega vinsælt. Það var meira að segja ver- ið að hlaupa úti um allan heim. Og allir vildu vera með. Í þetta verk- efni, eins og mörg önnur á þessum tíma, var ráðinn sérstakur verkefnis- stjóri. Þetta var ungt og öflugt fólk, kannski úr Háskólanum, sem vissi kannski ekki mikið um hreyfinguna en var öflugt fólk sem vildi vinna og þetta gekk svona glimrandi. Annað verkefni sem ég man eftir var um vatn, sjó og strendur. Þegar verkefnunum lauk hætti þetta fólk. Það var því í raun ekki verið að ráða fólk sem var á launaskrá áfram. Styrkirnir sem komu í verkefnin dekkuðu launakostnaðinn. Ég hef svolítið verið að tala fyrir þessu hjá UMFÍ. Í stað þess að fjölga fólki á launaskránni væri fólk ráðið tímabundið í verkefni. Nýir vendir sópa best. Einhvern tíma datt mér í hug að fara af stað með UMFÍ-lest- ina hringinn í kringum landið þar sem yrði stoppað og gerðar æfingar og svona. Ég tel að þetta væri vert að skoða. Mér finnst að starfsfólk UMFÍ eigi sem minnst að vera á skrifstofunni en sem mest úti á akrinum.“ Ósérhlífið fólk í forystu fyrir UMFÍ Þú hefur starfað lengi í ungmennafélagshreyfingunni. Hvað er þér minnisstæðast í samskiptum við forystufólk UMFÍ? „Hafsteinn Þorvaldsson var fyrirmynd margra, held ég. Það litu marg- ir upp til hans. Hann var mjög reffilegur karl og mikill leiðtogi. Hann og Sigurður Geirdal, framkvæmdastjóri, fóru í mikla útreiðslu og heimsóttu flest félög og sambönd á landinu um og eftir 1970. Þær ferðir höfðu Kennarar á leiðbeinendanámskeiði Æskulýðsráðs ríkisins 1982. F.v.: Helgi Gunnarsson skólastjóri Félagsmálaskóla UMFÍ, Sigurður Geirdal framkvæmdastjóri UMFÍ, Gunnar Baldvinsson varaformaður ÆRR, Níels Árni Lund æskulýðsfulltrúi og Diðrik Haraldsson félagsmálakennari. Helgi Gunnarsson var skipaður skólastjóri Félagsmálaskóla UMFÍ 1982. Helgi ásamt fulltrúum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu (vinstra megin við borðið) og Önnu Möller og Helgu Árnadóttur frá Evrópu unga fólksins (2009).

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.