Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 4
4 S K I N FA X I Á sambandsþingi okkar á Húsavík í haust var kynnt niðurstaða stefnu- mótunarvinnu sem hreyfingin hefur unnið að. Niðurstaða okkar var sú að hlut- verk UMFÍ væri að styrkja starf sambands- aðila og aðildarfélaga þeirra ásamt því að hvetja og styðja við bætta lýðheilsu lands- manna. Framtíðarsýn okkar er að leggja áherslu á almenna þátttöku og lýðheilsu og með stuðningi sambandsins verður starf sambandsaðila og aðildarfélaga þeirra sterk- ara og öflugra. Gleði – Traust – Samvinna eru gildin sem við höfum að leiðarljósi. Verk- efni okkar nú er að innleiða fyrirliggjandi aðgerðaáætlun inn í starf nefnda og dag- leg verkefni UMFÍ til að ná þeim markmið- um sem við lögðum áherslu á og fram kem- ur í Stefnu UMFÍ. Stefnuna má nálgast á heimasíðunni okkar, www.umfi.is. Verkefni ungmennafélagshreyfingarinn- ar næstu misseri mun áfram litast af áhrifum COVID-19. Það er ótrúlegt að hafa upplifað sveigjanleikann og kraftinn sem starfsfólk innan vébanda hreyfingarinnar hefur sýnt við að leysa úr þeim verkefnum sem veiran hefur skapað í starfinu. Þá er jafnframt vert að þakka hinu opinbera fyrir mikilsverðan stuðning við starf hreyfingarinnar á þessum tímum. Það er ekki sjálfgefið. Í nóvember sótti ég ásamt starfsfólki UMFÍ ráðstefnu International Sport and Cultural Association (ISCA), sem haldin var í Belgíu. Þetta eru alþjóðleg samtök ýmissa grasrótar- samtaka á sviði íþrótta, almenningsíþrótta og menningar og vinnur UMFÍ náið með þeim. Á ráðstefnunni var áhersla lögð á að koma starfinu í gang að nýju undir slagorð- unum: Endurtenging – Endurbygging – Endur- ræsing (Reconnect – Rebuild – Restart). Þótt hér á landi séu mörg tækifæri kom ber- lega í ljós þarna ytra hversu mikilla forrétt- inda við Íslendingar njótum. Í samtölum mín- um við aðra þátttakendur á ráðstefnunni og forystufólk hennar kom fram að innviðir og skipulag samtaka sem sinna almennings- íþróttum í öðrum löndum er orðið laskað eftir veirufaraldurinn, ágreiningur er um lagalega umgjörð starfsins og sjálf- boðaliðar eru víða horfnir á braut; þeir þurfa einfaldlega að nýta tíma sinn til að vinna að öflun grunn- þarfa, lágmarks lífsgæða, svo sem matar og húsaskjóls sem flestum okkar þykir sjálfsagt. Við erum öll að glíma við verkefni samtímans. En vandamálin eru misjöfn. Á ráðstefn- unni var sem dæmi mikil áhersla lögð á við- brögð við þeim gríðarlega fjölda flótta- manna sem streymir til Evrópulandanna. Áhersla var á leiðir til að ná meiri árangri í baráttunni um nauðsynleg aðföng, þ.m.t. vinnu sjálfboðaliða og fjármagn, en þá verð- ur starfsemin að vera áhrifavaldur í þróun samfélagsins. Bent var á að ein þeirra leiða væri að nota verkfæri viðskiptalífsins til að umbreyta starfseminni í samræmi við þarfir og tíðaranda. Í raun þyrfti íþróttahreyfingin að vera skrefi á undan samtíðinni, hún þyrfti að hafa ákveðið leikjaplan sem ynni með þróuninni. Planið þyrfti að byggja á gagna- söfnun og greiningu gagnanna. Það eru stoðirnar fyrir framtíðina. Auknar kröfur eru settar á UMFÍ að leysa verkefnis samtímans. Við munum áfram, í samræmi við stefnuna, styðja við daglegt starf sambandsaðila með því að leita nýrra leiða og bættra úfærslna á núverandi starfi okkar til að gera starfið sterkara og öflugra inn í framtíðina. UMFÍ, okkar hreyfing! Jóhann Steinar Ingimundarson formaður UMFÍ Efnisyfirlit 16 Formannsskipti, splunkuný stefna og skemmtilegt sambandsþing 32 Endurreisn Ungmennasambandsins var byrjunin á þessu öllu – Helgi Gunnarsson 36 ISCA ráðstefna í Brussel í Belgíu 2021 – Fjölga þarf tækifærum til hreyfingar Leiðari Kæru félagar 26 Allir sem þora velkomnir í hjólaskautaat 6 Nýtt tímabókunarkerfi sparar 2–3 vinnudaga 8 Smábæjaleikarnir sameina iðkendur fámennra bæja 10 Íþróttafólk kennir réttu tökin í eldhúsinu 12 Námskeið um svefn, lýðheilsu og verk- efni sem ná til nýrra Íslendinga 14 Sunddeildin leigði Ungmennabúðirnar 15 Á góðar minningar úr Ungmennabúðum 20 Ný stjórn UMFÍ 24 UMFÍ tekur upp siðareglur Æskulýðs- vettvangsins 28 Mælir með því að nýta sterkan íþrótta- geira til að bæta heilsu aldraðra í fram- tíðinni – Ágúst Einarsson 30 Sjáum í augum barna ef þau hafa lent í einhverju 38 Covid-19: Áhrifin frá miðju ári fram í desember 2021 41 Gamla myndin – Landsmótið á Akranesi 1975 42 Dásamlegt að deila hlaupagleði með öðrum á Höfn

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.