Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 14
14 S K I N FA X I „Þetta var alveg stórskemmtilegt. Við nýttum okkur matsalinn fyrir kvöld- vöku þar sem hvert herbergi var með sitt atriði,“ segir Snær Jóhanns- son, þjálfari hjá KR. Helgina 5.–7. nóvember síðastliðinn fóru hópar B og C hjá sund- deild KR í æfingaferð á Laugarvatn og leigði félagið Ungmennabúðir UMFÍ fyrir hópinn. Þetta voru 28 sundiðkendur á aldrinum 9–14 ára. Snær segir þetta hafa verið frábært og gefandi og hafa þétt hópinn betur. „Hvert herbergi var nefnt eftir ákveðnu landi. Það var skemmtileg pæling, því krakkarnir voru ítrekað að segja frá því hvaða landi þau voru í,“ bætir hann við. Hópurinn nýtti allt húsið og léku börnin sér mikið. Sundæfingarnar fóru fram í gömlu sundlauginni á Laugarvatni og gengu þær vel. Hópur- inn notaði morgunverðaraðstöðuna á fyrstu hæð Ungmennabúðanna en snæddi hádegismat og kvöldmat í Héraðsskólanum á Laugarvatni. „Þetta var heilt yfir mjög skemmtilegt,“ heldur Snær áfram. Sunddeildin leigði Ungmennabúðirnar Helstu upplýsingar: • Á Laugarvatni er gistipláss fyrir um 75 manns á heimavistinni. Herbergin eru 4–6 manna. • Starfsfólk Ungmennabúðanna getur boðið upp á skipulögð námskeið. Námskeið gætu t.d. verið í gripli (e. juggling), samskiptum, útivist og leikjum. • Starfsfólk Ungmennabúðanna hefur mikla reynslu í hópefli og samvinnu. Tilvalið er að koma með hóp á Laugarvatn og taka þátt í skemmtilegum verkefnum sem styrkja hópinn og samvinnu þátttakenda. • Áhugasamir geta haft samband við forstöðumann til að fræðast um hvaða möguleikar eru í boði og hvort laust er fyrir hóp.Vinsamlegast sendið fyrirspurnir á netfangið ungmennabudir@umfi.is. • Allar ítarlegri upplýsingar á www.ungmennabudir.is Snær Jóhannsson hjá KR segir fyrirtak að leigja húsnæði Ungmennabúða UMFÍ á Laugarvatni fyrir námskeið með iðkendum. Hópefli og helgarnámskeið Megin starfsemi Ungmennabúða UMFÍ fer fram á virkum dögum yfir skólaárið. Utan þess tíma, þegar engir nemendur eru í búðun- um, er tekið á móti hópum. Ýmsir hópar, þar á meðal sambands- aðilar, aðildarfélög og deildir, eins og í tilviki KR, hafa leigt aðstöðuna í skamman tíma. Hægt er að nýta húsnæðið undir fundi og fræðslu. Sundlaug er svo í göngufæri. Einnig er mögu- legt að kaupa fæði í Ungmennabúðunum. Starfsfólk UMFÍ í Ungmennabúðunum getur sérsniðið dag- skrá og aðstöðuna eftir hverjum hópi. Hópar geta keypt mat í mötuneyti Ungmennabúðanna, allt frá stakri máltíð upp í fullt fæði, meðan á dvöl stendur.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.