Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 8
8 S K I N FA X I Mikil ásókn er í að taka þátt í smábæjaleikum Ung- mennafélagsins Hvatar á Blönduósi. Leikarnir hafa verið haldnir í 17 ár. Um 80 sjálfboðaliðar verja meirihlutanum af hverju ári í undirbúning mótsins, að sögn Erlu Ísafoldar Sigurðardóttur hjá knatt- spyrnudeild Hvatar. „Hugmyndin að Smábæjaleikunum hefur frá upphafi verið sú að veita minni liðum af landsbyggðinni tækifæri til að spila knattspyrnu á jafn- ingjagrundvelli. Fámenn bæjarfélög eiga nefnilega oft erfitt með að manna lið í mörgum flokkum og þess vegna reynum við að gera allt til þess að sem flest lið fái tækifæri til að taka þátt í mótinu okkar. Þau fá meðal annars að blanda saman kynjum í lið eða tengja saman tvö áhugasöm félög sem geta sameinað krafta sína,“ segir Erla Ísafold Sigurðardóttir, gjaldkeri knattspyrnudeildar Hvatar á Blönduósi. Deildin hélt Smábæjaleikana á Blönduósi dagana 10.–11. júlí 2021 og var þetta í sautjánda sinn sem leikarnir eru haldnir. Smábæjaleikarnir eru knattspyrnumót sem ungmennafélagið Hvöt heldur í júní á hverju ári. Á það mæta bæði piltar og stúlkur. Í ár voru þátttakendur um 400 keppendur í 8.–4. flokki í rúmlega 50 liðum frá tólf félögum. Framkvæmd og skipulag mótsins er í höndum stjórnar knattspyrnu- deildar Hvatar og þjálfara félagsins. Erla segir sjálfboðaliða sinna allri vinnu. Teymið samanstendur af stjórn knattspyrnudeildar Hvatar, for- eldrum iðkenda og öðrum velunnurum félagsins. Í sumar komu 70–80 sjálfboðaliðar að ýmsum verkum mótsins. Erla segir undirbúning hvers móts standa lengi yfir og aðeins standi Smábæjaleikarnir sameina iðkendur fámennra bæja Liðin á Smábæjaleikunum Á meðal þeirra liða sem hafa verið dugleg að taka þátt í Smábæjaleikunum eru: fáeinir mánuðir út af á hverju ári þar sem ekkert er gert í tengslum við mótið. „Skipulagning hefst oftast á haustmánuðum og fer svo af stað fyrir alvöru í febrúar/mars þegar við hefjum skráningu og þess háttar,“ segir hún. Mikil stemning af öllu landinu Síðustu ár hafa um 400–500 keppendur sótt mótið og mikil stemning hefur myndast í bænum þessa helgi, bæjarbúar fylgjast með undirbún- ingi síðustu daga fyrir mót og margir bjóða fram aðstoð sína ef með þarf. Stemningin á mótinu í ár var mjög góð og mikið fjör var í bænum yfir helgina. „Mótið hefur án efa jákvæð áhrif á allt bæjarfélagið, en tjaldstæðið er yfirleitt vel nýtt þessa helgi, sundlaugin yfirfull og veit- ingastaðir og verslanir í bænum njóta einnig góðs af mannfjöldanum sem fylgir mótinu,“ segir Erla og bendir á að fyrirkomulag mótsins hafi mælst svo vel fyrir að félagslið frá ýmsum bæjar- og sveitarfélögum víðs vegar af landinu hafi óskað eftir keppnisrétti fyrir þau lið sem minna fá að keppa á stórmótum. „Einstaka sinnum höfum við boðið stærri félögum að taka þátt og hafa þau þá nýtt tækifærið og sent þá iðkendur sem fá annars ekki mikil tækifæri í keppni. Þar má nefna C-lið, D-lið og jafnvel E-lið. Smábæja- leikarnir eru oft eina mótið sem minni félög hafa tækifæri á að taka þátt í og erum við afar stolt af sérstöðu mótsins okkar,“ segir Erla og bendir á að Smábæjaleikarnir skipti knattspyrnudeild Hvatar miklu máli. Þetta sé stærsti viðburður félagsins og helsti tekjupóstur deildarinnar. „Smábæjaleikarnir eiga líka sérstakan stað í hjarta og huga iðkenda félagsins og eru sá vettvangur þar sem iðkendur okkar taka fyrstu skref sín í keppni. Eins vitum við að Smábæjaleikarnir eru mikilvægir fyrir iðkendur annarra minni bæjarfélaga þar sem þetta er oft eina mótið sem þeir sækja og spila meðal jafningja,“ segir Erla að lokum. Félög frá ýmsum bæjarfélögum sem tóku þátt nú. Undir hverju félagi voru 1–6 lið: • Geislinn (Hólmavík) • HHF (Patreksfirði) • KFR (Rangárvallasýslu) • Kormákur (Hvammstanga) • Neisti (Hofsósi) • Magni (Grenivík) • Samherjar (Hrafnagili) • Sindri (Höfn í Hornafirði) • Smári (Varmahlíð) • Tindastóll (Sauðárkróki) • FC Maló Árbær (Árbæ) • HHF (Patreksfirði) • Hvöt (Blönduósi) • Kormákur (Hvammstanga) • Magni (Grenivík) • Neisti (Hofsósi) • Samherjar (Hrafnagili) • Smári/Neisti (Varmahlíð/Hofsósi) • Smári (Varmahlíð) • Snæfellsnes (Snæfellsbæ) • Tindastóll (Sauðárkróki) • UDN (Ungmennasamband Dalamanna og Norður- Breiðfirðinga) • USVS (Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu)

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.