Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.03.2021, Blaðsíða 32
32 S K I N FA X I Bakterían kom frá Bifröst „Ég er austan úr Skaftafellssýslu, úr Skaftártungu, en á þeim tíma var engin starfsemi hjá ungmennafélaginu þar. Ég var innan við tvítugt þeg- ar ég kom til Víkur og þar voru fyrstu kynni mín af þessu starfi og þá var ég fyrst kjörinn í varastjórn Ungmennafélagsins Drangs. Bakteríuna fékk ég þó dálítið í Samvinnuskólanum á Bifröst, en ég útskrifaðist það- an 1970. Þar var mikið félagslíf. Hann var sennilega eini skólinn á þeim tíma sem var með sérstakan kennara til að sinna félagsstarfinu.“ Þegar Helgi er spurður hvernig fyrstu árin í starfinu í Vík hafi verið segir hann: „Þarna hafði verið starfandi æskulýðsfélag sem séra Ingimar Ingimarsson, prestur í Vík, stofnaði á sínum tíma. Síðan gerðist það með „Hafsteins og Sigurðar vorinu“, sem stundum hefur verið talað um, að það var ráðinn íþróttaþjálfari, Gylfi Þór Gíslason frá Selfossi, en í Vík var fullt af krökkum sem vildu æfa íþróttir. Hann þjálfaði líka á Klaustri. Gylfi var þarna eitt sumar með hléum kannski. Svo var haldið íþróttamót, eða héraðsmót, á Klaustri og má segja að það hafi verið byrjunin á þessu öllu. Þarna var engin þekking til staðar á einu né neinu verður að segjast, og ég held ég megi segja að það hafi ekki verið starfandi þar lærður íþróttakennari á þeim tíma.“ Rak menn úr eigin liði út af Starfið hjá Umf. Drangi á þessum tíma var fyrst og fremst í kringum íþróttirnar og þá mest fótbolta og frjálsar íþróttir. Helgi segir að ein- hvern tíma hafi komið til hans strákar og langað til að æfa sig í körfu- bolta í samkomuhúsinu Leikskálum. Þeir fengu ekki að fara í salinn nema einhver fullorðinn væri með og fengu Helga í lið með sér. Helgi kunni lítið fyrir sér í íþróttum en lét til leiðast. „Þetta voru flinkir strákar sem m.a. fóru út að Selfossi í keppnisferð. Stelpurnar fengu engan séns eins og tíðkaðist á þessum tíma. Einhvern tíma löngu seinna hitti ég Þráin Hafsteinsson, sem vitnaði í það þegar ég hefði verið að dæma í þessari ferð. Hann sagði að það hefði þótt tíðindum sæta þegar ég fór að reka menn út af í mínu liði. Einhverjir fóru að rífast og mér þótti nóg um,“ segir Helgi. Liðtækur í kórastarfi Helgi bætir við að á þessum tíma hafi verið farið af stað með leiklist í Vík líka. Þar steig hann fyrstu skref sín á leiksviði, sem hann segir að hafi verið mjög skemmtilegt. Því má bæta við að auk leiklistarinnar hefur Helgi alla tíð haft mikinn áhuga á söng og sungið í mörgum kórum. Endurreisn Ungmenna- sambandsins var byrjunin á þessu öllu Helgi Gunnarsson, fyrrverandi fjármálastjóri UMFÍ, er mörgum kunnur innan ungmennafélagshreyfingarinnar. Hann hefur víða komið við í gegnum tíðina. Helgi var ekki mikið í íþróttum sjálfur en hafði mikinn áhuga á félagsmálum og hefur sinnt þeim af kappi alla tíð.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.