Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 19
GATA OG EITT HÚSNÚMER
17
FBRENC MOLNÁR veröur tœpast talinn t hópi fremstu rithöfunda
sinnar samtíðar, en hann er skemmtilegur aflestrar, enda hefur hann notið
mikilla vinsælda. Upprunalega hét hann Franz Neumann og var sonur
Gyðingalæknis í Búdapest. Hinn gyðinglegi uppruni hans mun án efa hafa
ráðið miklu um hið heimsborgaralega svipmót á lifi hans og verkum, sem
er í senn styrkleiki lians og veikleiki. Á uppvaxtarárum hans var sterk
þjóðernisvakning í Ungverjalandi, en liann var ekki snortinn af henni.
Hann las lögfrœði og tók próf, en með því taldi hann sig hafa lokið skyld-
um sínum við borgaralcgt samfélag. Hann gerðist blaðamaður og síðan
rithöfundur. Hann byrjaði á að skrifa smásögur, en árið 1907 kom út eftir
hann slcáldsagan „A Pál-utcai fiúk“ (Upp á líf og dauða). Þessi bók, sem
fjallar um skólapilt, lagði grundvöllinn að frægð hans. Leikritið LILIOM,
sem kom út tveim árum síðar, aflaði honum brátt heimsfrœgðar. Á nœstu
áratugum var þetta leikrit — sem fjallar um ástir og stórborgarlíf •—
ein helzta fjárhagsstoð leikhúsa á Vesturlöndum; siðar var það kvikmyndað
og varð myndin mjög vinscel. Kom nú hver gamanleikurinn á fætur öðrum
frá hendi Molnárs, sem allir urðu mjög vinsœlir.
Þegar heimsstyrjöldin síðari skall á, varð Molnár að flýja undan naz-
istum og fór til Ameríku. En hann var ekki í hópi þeirra evrópsku rit-
höfunda scm flóttinn gerði að píslarvottum. Leikhús í Bandaríkjunum fœrðu
honum drjúgar tekjur, hann var fljótur að laga sig að hinu nýja umhverfi,
gaf ný leikrit sem hann skrifaði út á ensku og vann jafnvel að kvikmynda-
gerð í Ilollywood. Myndir af honum frá síðustu árum œvinnar sýna virðu-
legan öldung, sambland af aðalsbornum Evrópumanni og amerískum milljón-
ara. Þó má sjá, að hann bar i brjósti leynda þrá eftir liinni gömlu Evrópu,
kaffihúsum hennar og dómkirkjum, af œvinminningum hans, A COMPANION
IN EXILE, sem komu út 1950. Ilann lézt 1951, 73 ára gamall.
—- Bengt Holmqvist.
honum leiður vani og að lokum
neyddist hann til að leita sér
tilbreytingar annars staðar.
Hann leitaði hennar ekki hjá
konum — það verð ég að segja
honum til hróss. Hann fór að
braska í kauphöllinni. Hann fór
að fást við stjórnmál. Það var
um þetta leyti, sem hann bauð
sig fram til þings.
Hann: Já, ég man eftir því.
Og hvað gerðir þú?
Hún: Ég ákvað að sjá honum
sjálf fyrir tilbreytingu. Ég vissi
að forvitnin er ein sterkasta
lyndiseinkunn hans. Og dag
nokkurn tók ég mig til og skrif-
aði með blýanti innan á kápuna
á bókinni sem ég færi í heimilis-
reikningana, „Brauer Strasse
17“.
Hann: Brauer Strasse 17?
Hún: Já. Og eins og ég hafði
búizt við, kom hann auga á
þetta kvöldið eftir, þegar hann
var að blaða í bókinni af tóm-
um leiðindum. Hann las orðin,
en sagði ekkert. Nokkrum dög-
um seinna kom ég að honum
þar sem hann var með bókina
og var að lesa innan á spjaldið.
Hann: Forvitni hans var vak-
in?
Hún: Ég hagaði svo til, að
hún átti eftir að magnast enn
meir. Sama kvöldið skrifaði ég