Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 51
SkemmtUegt og lærdómsríkt <Læmi
um alþjóðlegt samstarf á
sviði framleiðslu.
Átta þjóðir búa til ritvéh
Heimild: Grein úr „Kiwanis Magazine",
eftir J. D. Katcliff.
AÐ er kunnara en frá þurfi
að segja, að miklar hömlur
eru á verzlunarviðskiptum milli
þjóða heimsins. Tollar eru víða
háir og innfultningshöft í ein-
hverri mynd algeng. Þessar
hömlur eru af eðlilegum ástæð-
um þymir í augum kaupsýslu-
manna, og fáir munu mæla þeim
bót nema sem neyðarráðstöfun-
tim.
Það er því gaman að geta
skýrt frá því, að stóru fram-
leiðslufyrirtæki hefur tekizt að
yfirstíga þessa haftamúra —
ekki með smygli eða öðrum ólög-
legum aðferðum, heldur með
hugkvæmni og atorkusemi. Fyr-
irtæki þetta er International
Business Maehines Corporation
— skammstafað IBM — sem á
heimili í Bandaríkjunum. Það
framleiðir skrifstofuvélar og er
eitt fullkomnasta fyrirlæki siim-
ar tegundar í heiminum.
Forstjóri IBM, Thomas J.
Watson, var á ferðalagi um Ev-
rópu fyrir nokkrum árum og
sannfærðist þá um, að eftir-
spum eftir IBM rafmagnsritvél-
um var mikil þar, en hvarvetna
voni verzlunarhömlm’, sem tor-
velduðu mjög sölu. Watson flaug
þá snjallræði í hug: var ekki
hægt að láta hvert land um sig,
t. d. átta hélztu lönd í Evrópu,
framleiða hluta úr ritvélum,
skiptast síðan á þessiun hlutum
þannig að hvert land um sig
setti saman þær ritvélar, sem
þar væru seldar?
Verkfræðingum IBM leizt ekki
á hugmyndina. Rafmagnsritvél
er ákaflega flókin vél; í henni
eru um 2200 hlutar, sem flesta
verður að smíða af mikilli ná-
kvæmni. Það var nógu mikið
vandaverk að smíða þær 1 einu
landi, hvað þá í mörgum lönd-
um með ólíkum tungum og mis-
jafnri tækniþróun. Umboðsmenn
í löndum Evrópu voru á sömu
skoðun, töldu öll tormerki á að
flytja hlutina milli landa.
En Watson sat við sinn keip
og tæknilegum verkfræðingi hjá
IBM, Francis U. Ritz að nafni,
var falið að framkvæma þessa
fyrirætlun. Ritz byrjaði á því
að deila verkinu milli landa:
Svíar voru allra þjóða hæfastir
til að smíða stálfjaðrir; Eng-