Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 70

Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 70
68 ÚRVAL skóla hefur hann unnið að rann- só'knum á kímni síðan 1938. Aldur, kyn, menning og önnui' álmenn atriði ráða nokkru um viðbrögð manna við kimni. En sú almenna skoðun, að mikill munur sé á viðbrögðum þjóða og stétta við kímni er ekki rétt. Meginþættir kímni eru allsstað- ar hinir sömu. Munurinn er einstaklingsbundinn og speglár ólíkar hliðar á persónuleika og tilfinriingalífi. Til þess að skýra ólík viðbrögð einstaklinga, skulum við taka fáein dæmi. Skrítlumynd eftir F. B. Modell sýnir skeggjaðan arabahöfðingja og feitan geld- ing, sem horfa á konu í skósíðri skikkju með andlitsblæju. Yfir höfði arabahöfðingjans er ský sem á að tákna husganir hans, og sést konan þar nakin, en ský- ið yfir höfði geldingsins er autt. Þegar mynd þessi var sýnd ungri, laglegri stúlku, sem alin hafði verið upp á nokkuð ströngu heimili, brosti hún vand- ræðalega: „Karlmenn afklæða konur alltaf í huganum, en það er víst eðlilegt og mér er svo sem sama. Ég held jafnvel að ég hafi gaman af því, mér finnst ég vera laglegri fyrir bragðið." Hálffimmtug piparmey, sem hafði andúð á karlmönnum, sagði þegar hún sá myndina: „Karlmenn eru alltaf að hugsa um kynferðismál. Þetta lýsir vel viðhorfi þeirra til kvenfólksins." Ung kona, sem var sjúklingur á geðveikrahæli, varð æst þegar hún sá myndina: „Mér finnst ég vera eins og nakta konan á myndinni þegar karlmenn horfa á mig,“ sagði hún. Hún lifði í þeirra ímyndun, að bróðir hennar ætlaði að neyða hana til að gerast vændiskona. Stundum geta viðbrögð manna verið svo afbirgðileg, að þeir verði algerlega blindir á aðal- atriði myndarinnar, enda þótt það liggi í augum uppi. Ein mynd sýnir forstjóra fyrirtækis fyrir framan kassa, sem stendur á „tillögur starfsfólks"; hann hefur tekið upp úr kassanum glas sem stendur á ,,eitur“. Þessa mynd sýndum við deildar- stjóra háskóla. Hann skildi ekki myndina. Hann kom ekki auga á hinn áberandi miða á glasinu fyrr en honum hafði verið bent á hann. Jafnvel eftir að hann hafði skilið efni hennar —- hina nafnlausu „tillögu" um að for- stjórinn tæki eitur — fannst honum hún gjörsneydd allri fyndni. Hugsanleg skýring á því að prófessorinn gat ekki komið auga á hið skoplega í myndinni kom í ljós í nánara samtali við hann. Svo virtist sem skrítlan minnti hann óþægilega á þær áhyggjur, sem hann hafði í starfi sínu sem kennari og deild- arstjóri. Við þetta tvíþætta starf sitt bar hann stöðugt í brjósti ugg um að hann væri annað hvort of strangur eða of um- burðarlyndur gagnvart þeim, sem hann var settur yfir. Hann lifði í stöðugri óviss um það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.