Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 74
72
ÚRVAL
sat við skrifborðið mitt og var
að vinna, en hún lá í rúminu
og starði upp í loftið. Ég gaf
henni auga öðru hvoru og sá
að henni varð tíðlitið á klukk-
una á snyrtiborðinu mínu. Þegar
kiukkan nálgaðist hálffimm tók
hún að ókyrrast, hún spennti
greipar og neri saman höndum.
Hún bylti sér í rúminu og fór
loks fram úr og settist í stól.
En hún sat þar ekki lengi. Næst
fór hún út að glugganum og
stóð þar stundarkorn, svo byrj-
aði hún að ganga um gólf eirð-
arlaus, renndi greipunum gegn-
um þykkt, raut hárið og beit
sig í vörina. Þessu eirðarlausa
ráfi hélt hún áfram, frá glugg-
anum að stólnum, frá stólnum
að rúminu og síðan aftur út að
glugganum..
Um sex-leytið byrjaði hún að
geispa og teygja sig. Næstu tvo
tímana geispaði hún næstum lát-
laust, löngum geispum og fór
skjálfti um líkama hennar í
hverjum geispa. Ég átti erfitt
með að vera inni hjá henni, því
að geispi er smitandi og brátt
var ég byrjuð að geispa í ákafa.
Þá tók hún að hríðskjálfa og
kvartaði undan þvi að sér væri
kalt.
Og nú hófst hin skelfilega
martröð. Mae gat ekki verið
kyrr andartak. Hún hnipraði sig
saman í kuðung og vafði um sig
ábreiðunni og gróf andlitið í
koddann. Svo spratt hún upp,
kastaði sér endilangri á rúmið,
stundi og geispaði og muldraði
einhver óskýr bænarorð. Svo
hentist hún fram úr og tók aft-
ur til að ganga um gólf og dró
ábreiðuna á eftir sér eins og
slóða. Hún gekk bogin í baki
og með höfuðið ofan í bringu,
varimar strengdar svo að skein
í tennumar eins og á gráðugu
rándýri. Hún hljóp að miðstöðv-
arofninum, greip um hann með
báðum höndum og kvartaði ó-
þolinmóð um kulda, en andar-
taki síðar bað hún mig í guðs-
bænum að opna gluggann, því
að hún væri að kafna úr hita.
Mér varð ekki um sel, þegar
undarleg breyting varð á andar-
drætti Mae, líkt og hún væri
móð eftir langt hlaup. I dögun
spmttu upp kuldabólur um
allan líkama hennar, stærri og
meiri en ég hafði nokkurn tíma
séð áður. Hörund hennar, sem
venjulega var mjúkt og Ijóst,
varð blátt. Brátt mynduðust litl-
ar bólur, sem bólgnuðu og
mynduðu rauða þrymla. Hör-
undið líktist nú ham á dauðum
kalkún, enda dregur „kúrinn“
nafn af því.
Mae kvaðst ekki getað andað
gegnum nefið, hún var sífellt
að snýta sér, eins og hún hefði
slæmt kvef, og á tveim tímum
notaði hún tvær fullar öskjur
af pappírsklútum. En svo féll
hún allt í einu í djúpan svefn
og andardrátturinn varð aftur
rólegur og reglulegur. Mér létti
stóram og ég lagðist fyrir í
sófanum. Ég var örþreytt, en
ég þóttist viss um, að Mae mundi