Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 33

Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 33
KYNLÍF Á LEIKSVEÐI 31 ljóst, að ekki er nærri eins mik- ið um kynlíf í leiklistinni og' við höfðum haldið. Ef frá eru tald- ar nokkrar kómedíur Aristófa- nesar — Lysistrata t. d. — og enska endurreisnartímabilið, eru fá sígild leikrit helguð lofgjörð um kynlífið. Kynlífið hlýtur oft að hafa verið Shakespeare hug- stætt, eins og okkur öllum, en hann sýnir sjaldan lostann að verki, og þegar hann gerir það, er það ekki í neinum fögnuði. Viðhorf Shakespeares til kyn- iífsins er beiskjublandið, eins og glöggt kemur fram í Troilus and Cressida. Bernard Shaw forðast alla beina skírskotun til kyn- lífsins. Einnig Ibsen og Tjekov. Frölcen Júlía eftir Srindberg er hryllileg mynd af holdlegum f jandskap milli tveggja persóna. Skoðun Strindbergs er sú, að kynhvötin sé viðbjóðslegur sjúk- dómur, sem við verðum að sætta okkur við líkt og kvef og aðra leiða kvilla. Arftakar Strind- bergs, Eugene O’Neill t. d., hafa túlkað sömu viðhorf. Nú er kynlífið vissulega ein algengasta uppistaðan í þeim ieikflækjum, sem flestar kóme- díur nútímans eru spunnar úr. Og í alvöruþrungnu drama er alger undantekning, ef kynlífið skýtur ekki upp Díonýsusarkolli sínum 1 lok 2. þáttar. En þó að kynlífið sé undir og yfir og allt um kring í leikhúsum okkar, og þó að leikritaskáld okkar sveimi í kringum það eins og flugan kringum ljósið og kroppi í það eins og kólibrífugl í hunangssæt- an blómknapp, heyrast áreiðan- lega ekki eins löng ódulbúin og opinská samtöl á öllum leiksvið- um New York samanlagt á heilu leikári, og heyra má í einu at- riði La Ronde. Og ég þorí ó- hræddur að spá því, að í engu amerísku leikriti, sem sýnt verð- ur á þessu leikári, muni kynlíf- inu verða lýst sem göfugri, spennandi íþrótt, er allir menn ættu að iðka. Ég held ég viti hver ástæðan er. Við eru hrædd við kynlífið. Við blygðumst okkar fyrir það. Við lítum á það sem heimskulegt og hlægilegt athæfi, og teljum ekki svara kostnaði að leggja á okkur heilabrot, eftirgangs- muni, fortölur og fagurgala fyr- ir eina skammvinna sælustund. Okkur finnst kynlífið saurugt. Hversvegna, veit ég ekki. Ég hef verið að hugsa um þetta öðru hvoru síðan ég sá La Ronde. Og ég er enn jafnnær. Viðhorf okkar til kynlífsins er undar- lega tvíbent. Á yfirborðinu er- um við öll framfarasinnuð og trúum því í einlægni, að kyn- lífið sé náttúrlegt og heilsusam- legt, en ekki í eðli sínu ósiðlegt eða syndsamlegt. En innst inni erum við enn púrítanar eða vandlætarar eða hvað við vilj- um kalla það. Okkur finnst það saurugt. Og ekki aðeins þegar vændiskona er annar aðilinn, heldur einnig í hjónabandinu. Spyrjið sálkönnuð og hann mun geta frætt ykkur um þær geð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.