Úrval - 01.06.1956, Side 33
KYNLÍF Á LEIKSVEÐI
31
ljóst, að ekki er nærri eins mik-
ið um kynlíf í leiklistinni og' við
höfðum haldið. Ef frá eru tald-
ar nokkrar kómedíur Aristófa-
nesar — Lysistrata t. d. — og
enska endurreisnartímabilið, eru
fá sígild leikrit helguð lofgjörð
um kynlífið. Kynlífið hlýtur oft
að hafa verið Shakespeare hug-
stætt, eins og okkur öllum, en
hann sýnir sjaldan lostann að
verki, og þegar hann gerir það,
er það ekki í neinum fögnuði.
Viðhorf Shakespeares til kyn-
iífsins er beiskjublandið, eins og
glöggt kemur fram í Troilus and
Cressida. Bernard Shaw forðast
alla beina skírskotun til kyn-
lífsins. Einnig Ibsen og Tjekov.
Frölcen Júlía eftir Srindberg er
hryllileg mynd af holdlegum
f jandskap milli tveggja persóna.
Skoðun Strindbergs er sú, að
kynhvötin sé viðbjóðslegur sjúk-
dómur, sem við verðum að sætta
okkur við líkt og kvef og aðra
leiða kvilla. Arftakar Strind-
bergs, Eugene O’Neill t. d., hafa
túlkað sömu viðhorf.
Nú er kynlífið vissulega ein
algengasta uppistaðan í þeim
ieikflækjum, sem flestar kóme-
díur nútímans eru spunnar úr.
Og í alvöruþrungnu drama er
alger undantekning, ef kynlífið
skýtur ekki upp Díonýsusarkolli
sínum 1 lok 2. þáttar. En þó að
kynlífið sé undir og yfir og allt
um kring í leikhúsum okkar, og
þó að leikritaskáld okkar sveimi
í kringum það eins og flugan
kringum ljósið og kroppi í það
eins og kólibrífugl í hunangssæt-
an blómknapp, heyrast áreiðan-
lega ekki eins löng ódulbúin og
opinská samtöl á öllum leiksvið-
um New York samanlagt á heilu
leikári, og heyra má í einu at-
riði La Ronde. Og ég þorí ó-
hræddur að spá því, að í engu
amerísku leikriti, sem sýnt verð-
ur á þessu leikári, muni kynlíf-
inu verða lýst sem göfugri,
spennandi íþrótt, er allir menn
ættu að iðka.
Ég held ég viti hver ástæðan
er. Við eru hrædd við kynlífið.
Við blygðumst okkar fyrir það.
Við lítum á það sem heimskulegt
og hlægilegt athæfi, og teljum
ekki svara kostnaði að leggja
á okkur heilabrot, eftirgangs-
muni, fortölur og fagurgala fyr-
ir eina skammvinna sælustund.
Okkur finnst kynlífið saurugt.
Hversvegna, veit ég ekki. Ég hef
verið að hugsa um þetta öðru
hvoru síðan ég sá La Ronde.
Og ég er enn jafnnær. Viðhorf
okkar til kynlífsins er undar-
lega tvíbent. Á yfirborðinu er-
um við öll framfarasinnuð og
trúum því í einlægni, að kyn-
lífið sé náttúrlegt og heilsusam-
legt, en ekki í eðli sínu ósiðlegt
eða syndsamlegt. En innst inni
erum við enn púrítanar eða
vandlætarar eða hvað við vilj-
um kalla það. Okkur finnst það
saurugt. Og ekki aðeins þegar
vændiskona er annar aðilinn,
heldur einnig í hjónabandinu.
Spyrjið sálkönnuð og hann mun
geta frætt ykkur um þær geð-