Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 73
Vítiskvalir af völdum eiturlyfja.
Úr bókinni „A House is Not a Home“,
eftir Polly Adler.
Út hc'fur komlfí í Bandarikjimum bók, sem nefnist. ,uí Ilouse is
uot a Home“. Eru það (éviminningar könu, sem kunn var í Ncw York
á sínum tima undir nafninu PolVy Arller. Hún „hélt hús“ þar um
áraluga skeið og hafði þar á boðstólnm állar holdsins lystisemdir
handa þeim, sem liöfðu nœgilegt fé handa á milli. Er bók þessi
skrifuð af virðingarverðri hreinskilni og hispurslcysi og gefur
glögga og trúverðuga mynd af nœturlífi New York borgár á ár-
unum milli styrjáldanna, fyrst á bannárunum, gullöld gangster-
anna, og siðan á kreppuárunum. Kaflinn, sem Úrval birtir hér tir
þessari bók er þó hvorlci um gangstera né gleðikonur, hcldur átak-
anlcg lýsing á liðan ólánsamrar stúlku, sem vanizt hefur á eitur-
lyfjanautn. Stúlkan er ein af „skjólstceðingum“ Polly Adlcr og er
kaflinn lýsing á því þcgar Polly tekur að sér að venja stúlkuna af
eiturlyfjanantn. Hún hefur fyrst hótaö að reka hana frá sér þegar
liún kernst að því að hún er undir áhrifum citurlyfja, en stúlkan
grátbiður hana að lofa sér að vera og hcitir bót og betriin.
JÆJA,“ sagði ég, „þú mátt
vera kyrr, en þá verðurðu
að taka kúrinn. Hér og á stund-
inni.“
„Láttu mig taka hann,“ sagði
hún tryllingslegum, skrækum
rómi. „Ó, þú veizt ekki hvað
ég hata þennan viðbjóð! Ég
skal gera allt, sem þú segir,
Polly, ég lofa því.“
Mae sagði að illu væri bezt
aflokið og hún væri fús að taka
„kalkúnakúrinn“. Hann er í því
fólginn að svifta sjúklinginn eit-
urlyf junum allt í einu í stað þess
að draga úr skammtinum smám
saman. Ef sjúklingurinn lifir
þetta af, læknast hann á fimm
dögum. Ef ég hefði vitað þá,
að hér var um lífshættu að ræða,
hefði ég farið öðruvísi að. En
Mae vildi ekki fara á hæli, og
auk þess var það svo á flestum
hælum, að sjúklingamir gátu
náð sér í eiturlyf, ef löngunin
var nógu sterk.
Fyrsta skrefið var að gefa
Mae inn til hreinsunar. Ég kom
henni fyrir í svefnherberginu
mínu. Hún brosti til mín og
sagði: „Það er vissara að fjar-
lægja alla beitta hluti.“ Það var
í síðasta skipti sem hún brosti.
Um fjögur-leytið myndu á-
hrifin af síðustu morfíngjöfinni
vera búin. Ég var inni hjá henni,