Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 98
96
ÚRVAL
halda." Hún stóð upp og bauð mér
góða nótt með kossi og það var
bros á andliti hennar.
„Sofðu vel, væna mín," sagði hún.
„Mér líður miklu betur eftir að ég
hef sagt þér þessa triste petite
histoire. Það er gott að létta á
hjarta sínu."
Að svo mæltu fór hún, en ég sofn-
aði út frá hugleiðingum mínum um
það hvernig Pierre hefði farið að
því að láta kúluna fara þá leið sem
hún fór.
Mynd af Súsönnu.
Þegar ég kvaddi Frakkland í ann-
að sinn, var ég einráðin í að koma
aftur eftir fáein ár. En þá kom
síðari heimsstyrjöldin og það liðu
nærri tveir áratugir áður en ég sá
Lucienne frænku aftur.
En af bréfum hennar fylgdist ég
með málefnum fjölskyldunnar. Pierre
tók doktorsgráðu sína og hlaut
skömmu siðar stöðu sem ritari á-
hrifamikils þingmanns í fulltrúa-
deildinni. En stærstu tíðindin komu
nokkrum árum seinna: „Pierre
kvæntist i vikunni sem leið," skrif-
afii hún. „Það var hátiðleg athöfn
og margir háttsettir embættismenn
sátu veizluna. Paul frændi þinn var
í siðjakka og röndóttum buxum og
vakti athygli fyrir glæsimennsku
stna. Og nú verð ég að segja þér
frá Súsönnu, konu Pierre," hélt hún
áfram. „Hann hitti hana í veizlu hjá
starfsbróður sinum. Hún er nokkrum
árum eldri en hann, ekkja og á sex
ára son. Ég get ekki með sanni sagt
að hún sé lagleg, en hún klæðir sig
vel. Hún er með jarpt hár, dálítið
feitlagin og nokkru hærri en Pierre.
Hún er ekki þannig, að ég hefði
haldið að Pierre gæti orðið hrifinn
af henni; hann var alltaf hrifnastur
af ijóshærðum stúlkum. En það er
annað sem gerir það að verkum, að
hjónabandið mun verða farsælt. Sús-
anna er sem sagt vel efnuð. Hún
hefur erft miklar fasteignir eftir
föður sinn og laglegan skilding eftir
fyrri mann sinn. Hún er metorða-
gjörn og er sannfærð um að Pierre
eigi mikla framtíð fyrir sér. Að
þessu leyti eru þau lik. Þó að ekki
sé með sanni hægt að segja að þau
hafi gifzt af ást, er ekki hægt að
sjá annað en þeim þyki vænt hvoru
um annað, og ég er viss um að þau
verða hamingjusöm."
1 næstu bréfum voru meiri fréttir
af Pierre og Súsönnu. Þau bjuggu í
stórri íbúð í nánd við Boulogneskóg,
höfðu tvær þjónustustúlkur og bíl-
stjóra; fyrir áeggjan konu sinnar
hafði Pierre sagt upp stöðu sinni
hjá ríkinu, sett á stofn lögfræðiskrif-
stofu og gerzt lögfræðingur stórrar
iðnaðarsamsteypu. Seinna blönduðust
saman við fréttirnar af Pierre á-
hyggjur út af yfirvofandi styrjöld
við Þjóðverja. Árið 1939 skrifaði hún
mér, að Pierre væri orðinn liðsfor-
ingi og gegndi herþjónustu við Ma-
ginotlínuna. Viðhorf hennar til stríðs-
ins var einfalt og útúrdúralaust. I
huga hennar var enginn efi. „Frakk- ■
land á i baráttu við ófreskju í manns-
mynd," skrifaði hún, „en Frakkland
mun sigra."
Annað áhyggjuefni Lucienne um
þessar mundir var i sambandi við
Súsönnu. ,,Á þessum hættutímum