Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 42
Er kvenþjóðin óœðra kyn?
Grein úr „UNESCO Courier,
eftir Ashley Moniagu, prófessor.
'C'G hef varið miklum hluta af
-*-J starfsævi minni sem vís-
indamaður og fyrirlesari til
þess að renna stoðum vísinda
undir þá staðreynd, að engin
þjóð sé að náttúrufari annarri
æðri, og að yfirburðir, sem
einn hópur manna kann að sýna
fram yfir annan, séu áunnir og
eigi venjulega rætur sínar að
rekja til einhverrar sögulegrar
tilviljunar. Og þó er nú svo
komið, að ég er reiðubúinn að
setja fram sem vísindalega
staðreynd þá skoðun, að ann-
ar hluti mannkynsins sé að
náttúrufari æðri hinum hlutan-
Ashley Montagu er amerískur
prófessor, sem nýtur mikils álits
fyrir starf sitt í kynþáttamálum.
Hann átti sæti í tveim nefndum,
skipuðum heimskunnum vísinda-
mönnum, sem sömdu álitsgerð
TJNESCO —- Menningar- og visinda-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna —
um kynþáttamál. Er álit þetta reist
á nýjustu niðurstöðum visinda á
þessu sviði. Montagu prófessor
hefur m. a. skrifað eftirtaldar bæk-
ur: „On Being Human" „Man’s
Most Dangerous Myth: The Fallacy
of Race“, „An Introduction to
Physical Anthropology” og „The
Natural Superiority of Women".
um, nánar tiltekið, að konur
séu að náttúrufari fremri körl-
urn — gagnstætt þeirri skoðun,
sem næstum allt mannkynið
hefur aðhyllzt, ef til vill frá
fyrstu tíð.
Það hefur verið flestum
augljóst, að sem heild séu karl-
ar fremri konum á öllum svið-
um. Þeir eru sterkari, gáfaðri,
ekki eins tilfinningasamir,
staðfastari og gæddir ríkari
sköpunargáfu; jafnvel mat-
reiðslumenn eru fremri mat-
reiðslukonum og færustu
kventízkuteiknarar eru oft
karlmenn. Hefur það ekki alla
tíð verið reynsla mannkynsins,
að karlar séu konum fremri?
Hvernig er hægt að draga í
efa svo aldagamla og hefð-
bundna staðreynd?
Sem vísindamaður, með
mannlegt eðli að sérgrein, veit
ég fullvel, að það sem menn
oft telja staðreynd er stund-
um ekki annað en trú, sem orð-
in er svo mosagróin af elli, að
ekki er unnt að greina lengur
uppruna hennar eða eðli. Trúin
er staðreynd af því að allir líta
á hana sem slíka. Sem vísinda-
manni leikur mér jafnan hug-