Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 53
ÁTTA ÞJÓÐIR BÚA TIL RITVÉL
51
manns á verkhæfni ítalskra
starfsbræðra hvarf þegar hann
sá hina vönduðu vinnu á þeim
hluta ritvélarinnar, sem færir
bandið og framleiddur var í
Mílanó. Breti, sem hafði talið
mjólkurframleiðslu aðalatvinnu
Hollendinga, breytti um skoðun
eftir að hann sá rafmagnsmót-
orana frá Utrecht.
I verksmiðju utan við París,
þar sem settar voru saman rit-
vélar, spurði ég verkstjórann
hvemig honum litist á ritvéla-
hlutana frá Þýzkalandi. „Palleg
vinna,“ sagði hann og það var
einlæg aðdáun í röddinni. I öll-
um verksmiðjunum gætir vax-
andi samkenndar með starfs-
bræðmm í öðrum löndum og
heilbrigðrar virðingar fyrir
verkmenningu þeirra. Þetta er
kannski lítill, en þó enganveg-
inn þýðingarlaus skerfur til
aukinnar samvinnu og nánari
kynna milli þjóða Evrópu.
í upphafi gætti nokkurs ótta
við, að vinnustöðvanir í ein-
hverju landi myndu stöðva
framleiðslu í öllum hinum lönd-
unum, en þessari hættu hefur
að mestu leyti verið bægt frá
með því að hver samsetningar-
verksmiðja á að staðaldri birgð.
ir til að vinna úr í þrjá mánuði.
Samt hefur komið til vandræða.
Árið 1952 sökk skip með farm
af ritvélahlutum á Norðursjó
á leið frá Svíþjóð til Englands.
Flutningar með flugvélum komu
þá í veg fyrir vinnustöðvun í
Englandi. I hinu mikla jám-
brautarverkfalli 1953 voru rit-
vélahlutar fluttir með bílum frá
landamæmm Belgiu. En yfirleitt
hafa flutningar milli landa.
gengið greiðlega.
„Það er í rauninni furðulegt,
hve framleiðslan hefur gengið
snurðulítið," segir Ritz. „Öðru
hvom hafa orðið tafir út af
tollafgreiðslu. En þegar við
höfum bent á, að atvinna
margra manna sé í veði, hefur
fljótlega greiðzt úr.“
Fyrstu tvö árin, sem þessi
skipti á ritvélahlutum milli átta
landa hafa farið fram, hafa þau
skapað atvinnu fyrir þúsund
manns og nemur verðmæti
framleiðslu þeirra nærri 200
milljónum króna. Á mælikvarða
alþjóðaviðskipta eru þetta ekki
háar tölur, en gildi þeirra ligg-
ur í öðru: þær eru Ijóst dæmi
þess, að þjóðirnar geta unnið
saman að framleiðslu vamings,
sem þær þarfnast. Og þær eru
vísbending um, að aukin sam-
ábyrgð þjóða um framleiðslu
getur, ef henni er réttilega
beitt, lagt grundvöll að auknum
skilningi þjóða í milli.
0-0-0