Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 112
110
ÚRVAL
málinu virtist dofna, vakti hún hann
að nýju með því að minnast á heita
vatnið, miðstöðvarhitunina eða bíl-
inn með útvarpstækinu. En mest var
hugurinn við Pére Lachaise. „Nei
væna mín,“ sagði hún við mig, „ég
vil hvergi annars staðar hvíla en hjá
Paul frænda þínum í Pére Lachaise.“
Þegar við vorum komnar heim um
kvöldið, hélt hún áfram að tala um
fyrirætlunina sem hafði verið að
engu gerð fyrr um daginn. En mér
virtist hún ekki á neinn hátt harma
þau máialok, hún endurtók næstum
með fögnuði rökin sem vinkonur
hennar höfðu borið fram.
„Segðu mér, Lucienne," sagði ég
að lokum, „varstu í alvöru að husga
um að koma til Ameríku?"
Kætin hvarf af andliti hennar og
hún varð alvarleg. „Nei, væna mín,“
sagði hún að lokum. „Ég vissi frá
upphafi hvert svar mitt mundi verða.
En ég vildi lofa vinkonum mínum
að vita um boð þitt. Ég vildi lofa
þeim að ræða það. Við það mundi
ég ekki aðeins vaxa í augum þeirra,
heldur mundu þær einnig vaxa í eig-
in augum. Þær munu alltaf minnast
þess, að þær höfðu áhrif á ákvörð-
un mína."
„Allt um þaö,“ sagði ég, „stendur
boð mitt enn. Ef þú skyldir breyta
um skoðun, þá ertu alltaf velkomin."
„Nei,“ sagði hún. „Ég skipti ekki
um skoðun. Ég tek því sem að hönd-
um ber, hvað svo sem það verður.“
Kveðjur.
Ég sá Lucienne frænku einu sinni
enn áður en ég steig á skipsf jöl. Það
var við kveðjumáltíð á heimili Pierre
prentar fyrir yður!
Gúmm ístimplagerð
Steypum myndir eftir pappamátum (Stereotypy).