Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 22
Danskur tauga- og geðsjúkdómalæknir
gerir grein fyrir hinum nýju lyfj-
lun, seim farið er að nota :við
geðsjúkdómum.
Hin nýju tauga- og geösjidómalyf.
Grein úr „Magasinet",
eftir dr. med. Harald Hove, yfirlækni.
4SÍÐUSTU árum hafa kom-
ið fram ýms lyf til lækn-
ingar á geðsjúkdómum. Um sum
þeirra hefur verið skrifað í æsi-
fréttastíl í hlöð og tímarit og
hefur það komið inn hjá leik-
mönnum þeirri hugmynd, að hér
sé um hrein töfralyf að ræða.
Það er staðreynd, að þessi
lyf lækna ekki geðveiki í þeim
skilningi, að þau grafizt fyrir
rætur meinsins, og geta þau af
þeim sökum aðeins orðið liður
í meðferð vorri á geðsjúkling-
um. En þegar þetta hefur verið
sagt, skal fúslega viðurkennt,
að fyretu tilraunir vorar hér
i Danmörku með þessi lyf hafa
gefið mjög ánægjulegan árang-
ur. Kin nýju efni (hér hafa
mest verið notuð largactil og
reserpin) hafa, bæði sem inn-
tökur og sprautur, haft furðu-
leg áhrif í mörgum tilfellum á
bráða geðveiki — og stórbætt
líðan og ástand sjúklinga, sem
lengi höfðu verið alvarlega geð-
bilaðir og ekki hafði verið unnt
að gera neitt fyrir. Marga þess-
ara sjúklinga hefur verið hægt
að flytja til frekari lækninga á
rólegri deildir. Efnasamsetning
þessara lyfja verður ekki rædd
hér, heldur greint frá því hver
þeirra hafa verið notuð hér og
hvem árangur þau hafa borið.
Efnið largactil (með hinu
kemíska heiti clorpromazin)
fundu franskir vísindamenn, og
að frönskum hætti var það sett
á markað áður en það hafði ver-
ið rækilega prófað. Hér á landi
hefur það verið notað í tvö ár,
og það er því fyrst nú að hægt
er með öruggri vissu að láta
í ljós rökstutt álit á áhrifum
þess. Ekki er enn fullljóst á
hvern hátt lyfið nær áhrifum
sínum. Vitað er aðeins, að það
hefur áhrif á miðtaugakerfið,
einkum stöðvar í miðheilanum,
ef til vill með því að draga úr
næmleik heilabarkarins fyrir
ertingu. Áhrif þess á sjúkling-
inn era þau, að hann verður ró-
legur án þess að verða syfiaður.
Bezt hefur það reynzt sjúkling-
um, sem lengst hafa þjáðst af
hugklofnun.
Helztu einkenni hugklofnunar