Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 61
„NÍUTÍU EKRURNAR MlNAR'
59
Nokkruxn vikum eftir þetta fór
ég í hina venjulegu sunnudags-
heimsókn, og þegar ég kom
hvergi auga á Walter eða himd-
ana fór ég inn í húsið. Ég kall-
aði nafn hans, en fékk ekkert
svar; í staðinn heyrði ég klói'að
í svefnherbergishurðina niðri og
síðan hundsgá. Þegar ég opn-
aði hurðina, stökk smalatíkin í
fangið á mér. Hinn hundurinn
lá á teppinu við rúmið og horfði
á mig raunamæddum augum.
I rúminu lá Walter gamli. Hann
hafði dáið í svefni.
Hann var grafinn við hlið
Nellie. Róbert vildi ekki selja
„Níutíu ekrurnar mínar“ og ég
tók að mér að reka búskapinn
þar. Einn af piltunum mínum
flutti þangað. En enginn mun
framar búa á þeirri jörð eins
og Walter gamli, sem unni henni
eins og konu.
□---□
Skyldi ég þekkja hann!
Sonur minn hafði verið tvær vikur í herþjónustu í Ordvirki
í Kaliforniu þegar hann fékk fyrst tækifæri til að hringja heim.
Okkur fannst við vera nýbyrjuð að tala þegar símadaman til-
kynnti okkur að viðtalsbilið væri búið. „Bíðið andartak, fröken,"
sagði ég, „hann lætur meiri peninga í sjálfsalann."
„>VÍ miður, mamma," sagði hann raunamæddur. „Ég hef ekki
meiri peninga." „Góða fröken," bað ég, „má ekki skrifa næsta
viðtalsbil hjá mér?“
„Nei, frú. Hann verður að panta annað viðtal." Svo datt
henni eitthvað í hug. „Er löng biðröð fyrir utan?" spurði hún
spn' minn.
Sonur minn stundi. „Einir fimmtíu hermenn, býst ég við.“
„Gáið hvort nokkur af félögum yðar er fyrir utan og fáið lánað
hjá honum." „Það get ég ekki, fröken," sagði hann vonleysis-
lega. „Smith liðþjálfi er næstur á eftir mér. Hann er ekki lamb
að leika sér við. Ég þori það ekki.“
„Jerry Smith liðþjálfi?" spurði símadaman. „Lofið mér að
tala við hann." „Brátt heyrði ég byrsta karlmannsrödd: „Halló!
Hver er það?"
„Það er ég. Heyrðu. Drengurinn er að tala við móður sína en
vantar peninga. Lánaðu honum fyrir einu viðtalsbili."
„Liðþjálfinn saup hveljur. „Lána . . .“
„Já ég sagði það. Lánaðti drengnum fyrir viðtalsbilimi!"
Það varð löng þögn — svo heyrði ég tvo skildinga detta í
sjálfsalann. „Talið nú við móður yðar eins og þér viljið," sagði
símadaman. „Og kærið yður kollóttann um liðþjálfann. Þetta
er ekki nema loft í honum. Jafnvel krakkamir hans ráða yfir
honum."
„Þér hljótið að þekkja hann,“ sagði ég.
„Skyldi ég þekkja hann. Hann er maðurinn minn!"
— Helen M. Abrahamsen í „Reader’s Digest."