Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 44
42
ÚRVAL
ari athugun ekki reynzt for-
dómar einir.
Það cr sem sé vísindaleg
staðreynd — og vísindalegar
staðreyndir getur hver sem vill
sannprófað — að konan er að
náttúrufari manninum fremri,
og ég vil bæta því við, að fyrir
það eigum vér að vera þakk-
látir, því að þessi staðreynd
ber í sér von heimsins.
Dýrmætasti eiginleiki manns-
ins er hœfileiki til aölögunar.
Það er þessi hæfileiki sem ger-
ir mönnunum kleift að lifa í
sambúð á þann hátt að það
glæði á skapandi hátt hæfi-
leika þein'a til að sýna öðrum
ástúð og hlýju. Náttúran hef-
ur gætt konuna ríkulega
möguleikum til að þroska með
sér þennan hæfileika, og það
hefur hún gert vegna þess að
það er konan sem ber barnið
undir brjósti, sem verður að
fæða það og ala við brjóst sér.
Ef konan væri ekki líf-
fræðilega gædd þessari tegund
ósérplægni, mundi mannkynið
tæpast verða langlíft — nema
karlmaðurinn væri þannig
gerðm', sem hann er ekki.
Karlmaðurinn verður að læra
að elska; konan er af náttúr-
unni líffræðilega búin til þess.
Af því að hún er líffræðilega
dýrmætari helmingur tegund-
arinnar hefur náttúran búið
hana nægilegum yfirburðum
til þess að tryggja viðhald
tegundarinnar. Og einmitt hér
er að finna sönnunina á nátt-
úrlegum yfirburðum konunn-
ar. ■«»
Mikilvægasti líffræðilegi
munurinn á kynjunum er sá
sem ræður kynskiptingunni.
Það eru kynlitningarnir sem
henni ráða. Kynlitningamir
nefnast X- og Y-litningar. X-
og Y-litningarnir eru í fram-
enda sæðisfrumunnar. Hvort
barnið verður kaii- eða kven-
kyns fer eingöngu eftir því
hvort sæðið sem frjóvgar egg-
ið er með X- eða Y-litning. 1
eggi konunnar eru aðeins X-
litningar. Þegar sæðisfruma
með X-litning frjóvgar egg,
verður hið frjóvgaða egg með
tvo X-litninga, einn frá föð-
urnum og einn frá móðurinni.
Af sliku eggi fæðist alltaf
meybarn. Þegar sæðisfruma.
með Y-litning frjóvgar egg,
verður hið frjóvgaða egg með
XY-litninga, X-litning frá
móðurinni og Y-litning frá
föðurnum. Af slíku eggi fæð-
ist alltaf sveinbarn.
Y-litning-urinn er ófullkom-
inn litningur, hann er miklu
minni en X-litningurinn og
skortir marga af eiginleikum
hans — og til þessarar vönt-
unar má rekja næstum allt það
sem karlmanninn skortir til
þess að standa konunni líf-
fræðilega jafnfætis.
Konan er að líkamsbygg-
ingu sterkari en karlmaðurinn,
sem betur fer, því að ef karl-
maðurinn ætti að ala börnin,
mundi mannkynið fyrir löngu