Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 57

Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 57
„NÍUTlU EKRURNAR MJNAR" 55 hvanngrænn, hafrarnir sterkleg- ir og hveitið þegar byrjað að taka á sig gullinn blæ. Á eng- inu suðuðu hunangsflugumar innan um smárann, sem sums- staðar náði fullvöxnum manni í mjöðm. Öll þessi grózka bar í sér eitthvað óhóflegt og mun- uðfullt. Hinir nægtaríku akrar minntu á konu á málverki eftir Rubens, konu sem notið hefur ástar og sótt í þá nautn aukna fegurð og yndisþokka. Þegar ég kom fyrir hlöðu- homið, sá ég Walter á gangi meðfram limgirðingu. Tveir fjárhundar voru með honum. Þeir hlupu galsafullir og gelt- andi ýmist inn í eða út úr lim- girðingunni. Ég tók eftir að gamli maðurinn staðnæmdist öðm hvoru og gægðist inn á milli mnnanna í limgirðingunni. Þegar hann sneri til baka með- fram girðingunni hinum megin, hélt ég af stað niður hólinn í áttina til hans. Geltið í hund- unum dró athygli hans að mér. Hann staðnæmdist, leit í áttina til min og brá hendi yfir augun. Hann var enn hár og þrekvax- inn, þó að hann væri kominn yfir sjötugt og aðeins lítið lot- inn. Þannig stóð hann þangað til ég var nærri kominn til hans, en þá kom blik í skærblá augu hans. ,,Ég þekki þig,“ sagði hann og rétti fram höndina. „Þú ert sonur hans Charles Bromfield. Ég frétti að þú værir kominn aftur." Svo var eins og honum yrði allt í einu ljóst, að ég mundi hafa horft á hann þegar hann var að gægjast inn í runnana; Daufur roði færðist yfir andlit hans og hann sagði feimnislega: „Ég var bara að skyggnast um á níutíu ekrunum mínum. Mér þykir gaman að fylgjast með því sem gerist þar, jafnvel inni í limgirðingunum. Maður getur margt lært af því að horfa á landið sitt. Nellie sagði alltaf að jörðin gæti kennt okkur meira en við henni, ef við að- eins hefðum augun opin . . . Nellie . . . Það var konan mín.“ „Já, ég man það vel,“ sagði ég. Svo sagði hann: „Komdu með mér, ég skal sýna þér dálítið.“ Ég fór með honum fram með limgirðingunni; á einum stað kraup hann niður, greiddi lim- ið frá og benti mér að koma. Ég kraup við hlið hans. Siáðu!“ sagði hann og rödd hans varð allt í einu blíð. „Sjáðu litlu kríl- in.“ Ég gægðist inn í runnann og sá brátt það sem hann benti á. Þeir sátu þarna inni í lítilli holu, hver um sig ekki stærri en þum- alfingurinn á Walter — sjö ör- smáir kornhænuungar. Þeir voru ekki öllu stærri en þroska- legar engisprettur. Walter stóð upp. „Þeir hlógu að mér einu sinni fyrir að láta runnana vaxa í limgirðingunum mínum, en þeir eru hættir því núna. Þegar maísbjöllurnar koma til að éta frá mér maísinn, sjá þessi litlu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.