Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 32
30
ÚRVAL
stund og við slökkvum ljósin
í skyndi svo að holdið geti tal-
að, eða stamað, fyrir okkur. Eft-
ir á er vandræðaskapurinn jafn-
vel enn meiri og við flýtum okk-
ur að fitja upp á þægilegra um-
ræðuefni, t. d. spurningunni um
það, hvort hin rauða stjórn Kína
eigi að fá sæti á þingi Samein-
uðu þjóðanna. Kannski hefur
þetta verið eins í Vín um alda-
mótin, þar sem La Ronde gerist.
En jafnvel þó að persóna mundi
ekki tjá sig í orðum í veruleik-
anum, verður leikritaskáldið að
láta hana tala. Samtöl eru efni-
viður listar hans. Kvikmyndir
og sjónvarp geta vakið hjá okk-
ur geðhrif með myndum, en leik-
ritaskáldið tjáir sig í orðum —
töluðum orðum að vísu, og at-
höfnum í samræmi við þau —
en þó fyrst og fremst orðum.
Ekkert amerískt leikritaskáld
hefði getað skrifað La Rcmde.
Ekkert amerískt leikritaskáld
mun um fyrirsjáanlega framtíð
geta skrifað svipað leikrit.
Schnitzler hefur þesskonar við-
horf til kynlífsins, sem okkur
er af meðfæddum ástæðum fyr-
irmunað að tileinka okkur, jafn-
vel þó að við lifum á öld sál-
könnunar, almennrar fræðslu í
kynferðismálum og Kinsey-
skýrslna. (Það er athyglisvert
að okkur finnst kynferðismálin
dónaleg þangað til við höfum
umskrifað þau í hagskýrslur
og línurit. Það er ekki ein
eftirminnileg setning í öllum
skýrslum Kinseys. Trúið mér,
ég veit það, því að ég las þær
vandlega. Þær eru jafnþurrar og
geðlausar og hertur þorskur.)
Kynferðismálin valda Schnitzler
hvorki hneykslun né þjáning-
um. Honum finnst þau girnileg
til fróðleiks. Honum finnst þau
skemmtileg. Hann trúir því, að
kynhf sé manninum í alla staði
heilsusamlegt.
Ánægjan, sem sýningin á
La Ronde veitti mér, vakti mig
til umhugsunar um notkun og
misnotkun kynlífsins í leiklist-
inni. Það er bezt ég taki af skar-
ið um það, hvað ég á við þegar
ég tala um kynlíf. Ég á ekki
við kynlíf — heldur KYNLÍF,
eins og Menasha Skulnik mundi
orða það. Ég á við afdráttar-
laus, holdleg mök tveggja per-
sóna, sem hafa það eitt mark-
mið að fullnægja lostafullri löng-
un. Ég á við dýrslega, frum-
stæða hvöt og það sem á eftir
kemur — allt eins þó að báðir
aðilar séu hvor öðrum ókunnug-
ir. Ástin kemur þar ekki við
sögu, þó að ég verði, til þess
að koma í veg fyrir misskilning,
að játa þá skoðun mína, að
kynlífsreynsla orki dýpra ef
æðri og siðmenntaðri tilfinning.
ar eru samfara henni. Venju-
lega er siðmenningin fjötur á
dýrið í okkur. Ástin gerir kyn-
lífið margslungnara, blandar
það óskyldum þáttum, bæði af
vitsmunalegum og félagslegum
toga spunna.
Við nánari íhugun um þessi
mál, verður okkur skyndilega