Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 23
HIN NÝJU TAUGA- OG GEÐSJÚKDÓMALYF
21
eru þessi: 1) fjarhugur, þ. e.
skortur á tengslum við veruleik-
ann og umhverfið, sem oft lýsir
sér í því, að alger stöðnun verð-
ur í huga sjúklingsins og hann
missir allan áhuga á veruleik-
anum og umhverfinu; 2) breytt
tilfinningalíf, oft sern sljóleiki
eða hömluleysi, er getur birzt
í skyndilegum ofsalátum; 3)
breyttur hugsanagangur: sjúk-
lingnum getur t. d. fundizt hann
verða fyrir hugsanaáhrifum eða
hugsanaþjófnaði, hann ræður
ekki við hugsanir sínar; 4)
imyndanir, misjafnlega fjar-
stæðukenndar, t. d. getur sjúk-
lingurinn ímyndað sér, að hann
sé konungur, og verður honum
sjaldan skotaskuld úr því að
haga lífi sínu í samræmi við það,
þótt hann sé á geðveikrahæli;
5) ofskynjanir, sem lýsa sér í
því að sjúklingurinn sér, heyrir
og finnur snertingu, bragð eða
lykt án þess nokkur ytri veru-
leiki sé þar að verki; 6) kata-
tónísk einkenni, sem eru fólgin
í röskun á vöðvastarfsemi,
venjulegast í þá átt að draga
úr allri hreyfingu, stundum svo
að um er að ræða algert hreyf-
ingarleysi eða stirðnun klukku-
tímum saman í hinum furðuleg-
ustu stellingum.
Hugklofnunin er mjög alvar-
legur sjúkdómur, sem einkum
leggst á ungt fólk, og reikna
læknar hér á landi með því, að
aðeins einn til tveir af hverjum
hundrað sjúklingum fái bata.
Langflestir sjúklingar á geð-
veikrahælum vorum eru kleif-
hugar.
Sé þeim gefið largactil, verða
þeir oft rólegir; það slaknar á
þenslunni í sálarlífi þeirra og
ofskynjanir hverfa að mestu
leyti. Einnig dregur mjög úr
ímyndunum; þær hverfa að vísu
ekki alveg, en það er eins og
þær skijiti sjúklinginn minna
máli en áður. Yfirleitt verða
sjúklingarnir miklu vingjam-
legri og meðfærilegri en áður,
og það svo mjög, að segja má
að gjörbreyting hafi orðið á hin-
um órólegu deildum geðveikra-
hælanna.
Áður en largactil kom til sög-
unnar, gat oft verið næsta öm-
urlegt um að litast á þessum
deildum. Öp og öskur voru dag-
legt brauð og stundum varð að
hafa mikinn hluta sjúklinganna
í böndum, binda hendur þeirra
og fætur til þess að þeir færu
ekki sjálfum sér að voða eða
meiddu hjúkrunarfólkið. Óþrifn-
aður var algengur og flestum
varð á einn eða annan hátt að
hjálpa til að þrífa sig. Óumflýj-
anlegt var að gefa sjúklingun-
um mikið af svefn- og deyfi-
lyfjum, s. s. morfín, scopolamin
og klóral til þess að skapa sæmi-
legan næturfrið.
Ástandið á þessum deildum
er nú allt annað. Flestir sjúk-
linganna eru á ferli og hafa eitt-
hvað fyrir stafni; þeir eru
snyrtilegir, brosandi og vin-
gjarnlegir í framkomu. Eða eins
og ein hjúkrunarkona sagði dag