Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 96

Úrval - 01.06.1956, Blaðsíða 96
94 ÚRVAL með mér einhvern daginn og fá apé- ritif.“ „Þakka þér fyrir," sag'ði ég' dá- lítið vandræðaleg. „Gróða nótt þá, kæra frænka," sagði hann. „Ég vona að þú sofir vel í — herberginu." „Áreiðanlega," sagði ég glaðlega. Svo kvaddi hann og fór. Lucienne fylgdi mér upp í herbergi Pierre. Þegar hún hafði lokað hurð- inni á eftir sér sagði hún: „Ef þú ert ekki of þreytt, ma pctite, langar mig til að tala svolítið við þig." „Mig lika," sagði ég. „Af hverju er Pierre búinn að fá eigin íbúð?" „Fyrir tveim árum, þegar Pierre var átján ára, gáfum við honum íbúð i afmælisgjöf. Pierre var í sjöunda himni. Það gaf honum sérstöðu gagn- vart skólafélögunum. Áður höfðu þeir borið virðingu fyrir honum fyrir gáfur, nú litu þeir upp til bans sem veraldarmanns. ‘ ‘ „En hvað um stúlkuna?" spurði ég hikandi. „Ég kem að henni," sagði Lu- cienne. „Á hverjum sunnudegi var húsfyllir af vinum Pierre í íbúðinni hans. Þeir röbbuðu saman, sungu og dreyptu á víni. Það var einn vinur hans sem kom með Láru í sunnu- dagsgleðskap til hans. Hún var belg- ísk og stundaði nám við Sorbonne. Hún var af fátæku fólki og hafði lítið fé handa á milli. 1 hreinskilni sagt, veit ég ekki hvort það var Pierre eða ibúðin, sem heillaði hana. En eitt er víst, að viku síðar var hún flutt inn til hans." „Var Pierre ástfanginn af henni?" spurði ég. Lucienne hnyklaði brúnirnar og leit út í bláinn. „Það er spuming, sem enginn getur svarað, ekki einu sinni Pierre sjálfur, ef hann vill vera heiðarlegur. Hið eina sem ég get sagt, er að hann var mjög hreyk- inn af henni, af sigri sínurn og af sjálfum sér. Þegar reiðarslagið kom, var það stolt fians sem særðist, öllu meira en hjarta hans. Hann gat ekki afborið að verða sér til athlægis." „Hvemig til athlægis?" spurði ég. „Hvað kom fyrir?" „Hún fór frá honum til að giftast öðrum. Þegar hún sagði Pierre frá því, varð hann miður sín. Hann kom heim um kvöldið örvita af sorg." „Veslings Pierre," tautaði ég. „Var það þá sem hann gerði það?“ „Nei, ekki fyrr en þrem vikum síðar. Það voru vinir hans, sem ráku hann til þess." Hún horfði með ánægju á undrunarsvipinn á andlitl mínu, „Það er von þú sért undrandi. Enginn býst við því að vinir hans verði til að reka hann í dauðann, en þannig var nú samt um Pierre, þótt hann vilji auðvitað ekki viður- kenna það. Vinir hans höfðu öfund- að hann af dyngj.unni hans, og Pierre mun hafa verið nógu heimskur til að gorta af henni við þá. Og þegar þeir fréttu svo að fuglinn væri flog- inn, hlógu þeir að honum, að sjálf- sögðu ekki upp i opið geðið á hon- um, en höfðu í stað þess á lofti illa dulið skop og dylgjur, sem hlaut að særa karlmannseðli hans. Ég er viss um, að Pierre hefur fundizt, að hann yrði á einhvern hátt að færa sönnur á að hann væri karlmaður." Lu- cienne frænka seig niður i stólinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.