Bókasafnið - 01.01.2004, Qupperneq 3
BÓKASATNIÐ
28. árgangur 2004
Efni
blaðsins
2 Upplýsingamiðstöð í Nýheimum á Höfn / Árni
Kjartansson og Gísli Sverrir Árnason
7 Hringur þekkingar : úr sögu alfræðirita / Áslaug
Agnarsdóttir
16 Varðveisla íslenskra vefsíðna / Þorsteinn Hall-
grímsson
23 Lokaverkefni í Kennaraháskóla íslands : grein-
ing á heimildaskrám frá árunum 2002 og 2003 /
Kristín Indriðadóttir og Þórhildur S. Sigurðar-
dóttir
29 Þekkingarveita á norðurslóð : Landsbókasafn á
breyttum tímum / Dr. Sigrún Klara Hannes-
dóttir
35 GATS-samningurinn og bókasöfn / Páll H.
Hannesson
41 Staða bókasafna gagnvart alþjóðlegum við-
skiptasamningum / Einar Ólafsson
48 Vandratað um frumskóg Evrópuupplýsinga? /
Þóra Gylfadóttir og Guðrún Tryggvadóttir
51 Bækur og líf
54 Afgreiðslutími safna í apríl 2004
60 Höfundar efnis
Frá ritstjóra
Undirrituð lætur nú af starfi ritstjóra Bóka-
safnsins eftir að hafa sinnt því í fjögur ár.
Þetta hafa verið mér lærdómsrík ár í mörgum
skilningi því að á sama tíma hef ég starfað að
innleiðingu bókasafnskerfisins Gegnis. Sameiginlegt
bókasafnskerfi fyrir allt landið virtist fjarlægur draumur
fyrir nokkrum árum en er nú smám saman að verða að
veruleika, þökk sé þeim kraftmikla hópi hugsjónafólks
sem vann hugmyndinni brautargengi meðal stjórnenda
íslenskra bókasafna og innan menntamálaráðuneytisins.
Þetta framtak nálgast það að vera einstakt í heiminum
því hvergi annarsstaðar hafa jafnmörg ólík bókasöfn
ákveðið að það sé mikilvægara að beina kröftunum að
því sem sameinar þau en hinu sem aðskilur þau.
Vissulega er mikið starf enn óunnið en merkur áfangi
náðist þó nú í byrjun apríl þegar öll söfnin sem notað
höfðu bókasafnskerfið Feng í meira en áratug, nálægt
100 talsins, tóku Gegni formlega í notkun. Nú má leita í
safnkosti allra stærstu safna landsins á Netinu - á
gegnir.is - og þau hafa því ekki bara galopnað allar dyr
sínar fyrir notendum, heldur mætti kannski segja að
þetta jafngildi því að þau hafi einnig rifið milliveggina og
gert eitt safn úr mörgum.
28. árgangur Bókasafnsins sem nú kemur út hefur
ekkert eiginlegt meginþema, en spannar fjölbreytt við-
fangsefni á sviði bókasafns- og upplýsingafræða. Hér má
finna greinar um varðveislu veraldarvefsins, greiningu á
heimildaskrám lokaritgerða í KHÍ, sögu alfræðirita, nýja
menningarmiðstöð og bókasafn á Hornafirði, skipulags-
breytingar á Landsbókasafni, miðstöð Evrópuupplýsinga
við Háskólann í Reykjavík og tvær greinar byggðar á
fyrirlestrum sem fluttir voru á málþingi Upplýsingar
þann 9. október 2003 um bókasöfn og alþjóðlega við-
skiptasamninga.
Höfundum greina er þakkað fyrir framlag þeirra til
blaðsins og einnig vil ég þakka öllum samstarfskonum
mínum í ritnefndinni undanfarin ár kærlega fyrir ánægju-
legt samstarf og vel unnin störf að útgáfunni. Nýjum
ritstjóra, Evu Sóley Sigurðardóttur, óska ég velfarnaðar
og er þess fullviss að blaðið mun halda áfram að
blómstra undir hennar stjórn.
Dögg Hringsdóttir
Mynd á kápu: Gamli og nýi tíminn. Ljósm. Dögg Hringsdóttir.
Útgefandi / Publisher:
Upplýsing. Félag bókasafns- og upplýsingafræöa
/ Information. The Icelandic Association of
Library and Information Science
ISSN: 0257-6775
Heimilisfang / Address:
Bókasafniö,
c/o Eva Sóley Sigurðardóttir
Grænuhlíö 13
105 Reykjavík
Ritnefnd / Editorial board:
Dögg Hringsdóttir, ritstjóri/editor
Eva Sóley Siguröardóttir, ritari
Kristín Ingunnardóttir, gjaldkeri
Kristín Ósk Hlynsdóttir, umsjón meö netútgáfu
Emilía Sigmarsdóttir, meðstjórnandi
Auglýsingar: Hænir sf., Ármúla 36,108
Reykjavík
Sími: 533 1850, bréfsími: 533 1855
Prentun: Gutenberg
Letur: Caecilia 9 pt á 13 pt fæti
Bókasafnið hefur frá árinu 1989 verið lyklað í
Library & Information Science Abstracts (LISA)
Veffang/URL: http://www.bokasafnid.is
Netfang/email: ritnefnd@bokasafnid.is