Bókasafnið - 01.01.2004, Side 4

Bókasafnið - 01.01.2004, Side 4
Árni Kjartansson og Gísli Sverrir Árnason Upplýsingamiðstöð í Nýheimum á Höfn Laugardagurinn 24. ágúst 2002 var eftirminni- legur dagur á Höfn í Hornafirði en þá var húsið Nýheimar vígt að viðstöddum forseta íslands og fleiri góðum gestum. Til húsa í Nýheimum eru Framhaldsskólinn í Austur-Skafta- fellssýslu, Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Háskóla- setrið á Hornafirði og Frumkvöðlasetur Austurlands auk veitingasölu og annarrar aðstöðu til samkomu- halds. í þessari grein er sagt frá hönnun og byggingu hússins og þeirri starfsemi sem fer þar fram í dag. Höfundar beina sérstaklega athyglinni að Menn- ingarmiðstöðinni sem starfrækir bókasafn (upplýs- ingamiðstöð) og héraðsskjalasafn í húsnæði sínu og greina frá samstarfi hönnuða og starfsfólks þessara safna við mótun húsnæðis og innréttinga. Aðdragandi Um langt skeið höfðu Hornfirðingar bundið vonir við að eignast nýtt húsnæði fyrir framhaldsskólann en hann var starfræktur við erfiðar aðstæður í húsnæði Nesjaskóla, um 10 km frá Höfn. Skólinn hafði vaxið og dafnað á nokkrum árum og hafði löngu sprengt utan af sér húsnæðið. Hann er þó einn fámennasti framhaldsskóli landsins, með liðlega 100 nemendur, enda þjónar hann fyrst og fremst Austur-Skafta- fellssýslu en þar búa um 2300 íbúar. Yfirvöld menntamála í landinu höfðu ekki sér- stakan áhuga á að fjárfesta í nýju húsnæði fyrir þennan litla, en mikilvæga skóla. Þess vegna fóru Hornfirðingar og ráðgjafar þeirra að skoða nýjar leiðir til þess að ná markmiðum sínum fram. Um miðjan tíunda áratuginn höfðu komið fram hugmyndir um þróunarstarf á vegum sveitarfélagsins til þess að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið. Úr varð að bæjarstjórnin beitti sér fyrir stofnun hlutafélags sem hafði þetta markmið. Þeirri vinnu tengdust Háskóli íslands, Þróunarstofa Austurlands, framhaldsskól- inn, fyrirtæki á Hornafirði og rannsóknastofnanir svo sem Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Iðntækni- stofnun. Á sama tíma varð umræða um úrbætur í hús- næðismálum safna nokkuð hávær innan bæjar- stjórnar og ljóst að leiguhúsnæði bókasafns og héraðs- skjalasafns var löngu orðið of lítið. 2 BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.