Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 5

Bókasafnið - 01.01.2004, Blaðsíða 5
Þessir þræðir fóru smám saman að spinnast saman og þegar þáverandi menntamálaráðherra, Birni Bjarnasyni, voru kynntar hugmyndir um eina byggingu sem hýsa skyldi mennta-, menningar- og þróunarstarfsemi Hornfirðinga fannst honum hug- myndafræðin svo áhugaverð að hann lagði til að ríkis- valdið samþykkti framkvæmdina og legði henni lið. Til þess að gera langa sögu stutta undirrituðu Sveitarfélagið Hornafjörður, Háskóli íslands og menntamálaráðuneytið samning um byggingu nýs húss, Nýheima, á Höfn 9. mars 2000. Var þá lang- þráður draumur heimamanna loksins farinn að rætast. Stefnt var að því að taka bygginguna í notkun haustið 2002. Undirbúningur og hönnun Fimm manna byggingarnefnd var nú skipuð af bæjarstjórn til þess að stýra hönnun og byggingu hússins. í upphafi hafði nefndin áhuga á að láta fara fram hönnunarsamkeppni um húsið en fallið var frá því m.a. vegna hins knappa tíma sem nefndin hafði til verkefnisins. Arkitektastofan Gláma-Kím var því ráðin sem aðalhönnuður hússins, m.a. vegna góðrar reynslu þessara aðila af fýrra samstarfi. Unnu bygg- ingarnefndin og aðrir sem tengdust þessu stóra verk- efni náið með hönnuðum allt frá upphafi og fóru meðal annars tvívegis í sérstakar kynnisferðir á Suðvesturhornið þar sem bókasöfn, framhaldsskólar og fleiri stofnanir voru skoðaðar. Nýheimar voru og eru hugmynd - eða sýn - um opið þekkingarsamfélag á Höfn. Hugmyndin hafði verið þróuð heima fyrir um alllangt skeið eins og fyrr er vikið að og gerð hafði verið forsögn fyrir hús utan um þessa hugmynd. í forsögninni var skilgreind heildarstærð byggingarinnar og einstakra þátta þeirrar starfsemi sem í henni áttu að verða. Byggingarnefnd Nýheima lagði frá fyrsta degi ríka áherslu á það við hönnuði að stærðarmörk for- sagnarinnar yrðu virt og gerði grein fyrir að hún hefði aðeins umboð fyrir þeirri upphæð sem kostn- aðaráætlun fyrir framkvæmdina gerði ráð fyrir. í hönnunarsamning voru sett ströng ákvæði um kostnaðargát og ábyrgð hönnuða á henni. Byggingarnefndin hafði sterkar hugmyndir um hvernig húsið ætti að vera, en ólíkt mörgum bygg- ingarnefndum tjáði hún hugmyndirnar á huglægan hátt: „Húsið á að vera stórt.“ „Það á að verða virðulegt utan frá séð og tignarlegt þegar inn er komið, með stórum rýmum.“ „Allt yfirbragð hússins á að verða annað en menn eiga að venjast hér í bæ.“ „Efnisval á að verða þannig að viðhald verði í lágmarki." „Húsið á að verða rúmgott og sveigjanlegt í notkun, opið milli starfseininga og andrými mikið.“ „Allir sem í húsinu dvelja og starfa eiga að verða þvingaðir til að rugla saman reytum sínum og miðla hugsun og þekkingu hver til annars.“ Allt þetta vildi nefndin fá fyrir það, sem hönnuð- um þótti lítið fé, en byggingarnefndin sat við sinn keip, hafði fengið umboð bæjarstjórnar fyrir ákveð- inni upphæð fjár og fýrir það skyldi hún láta sýnina verða að veruleika. Hönnunarfundir voru haldnir reglulega með bygg- ingarnefndinni, sem krafðist rökstuðnings við allar ákvarðanir hönnuða. Ef hún taldi rökin gild þá sam- þykkti hún tillögurnar enda ætlaði hún „alls ekki að hanna húsið sjálf. Hún ætlaði bara að sjá til þess að hún fengi það sem um væri beðið - og mundi ekki borga krónu meira en hún hefði umboð fyrir“. Bygging Nýheima var stærsta útboðsverk í byggðarlaginu frá öndverðu, og tímarammi þess var mjög þröngur. Verkið var unnið af heimamönnum með þátttöku utanaðkomandi undirverktaka í sér- hæfðum verkþáttum. Því lauk á réttum tíma með glæsibrag, þar sem vinnubrögð voru að öllu leyti til fyrirmyndar. Hönnun og bygging Nýheima var strangt en ánægjulegt verkefni. í öllu ferlinu var kostað kapps um nána samvinnu milli allra sem að verkinu komu. í því samstarfi var haft að leiðarljósi að þekking og BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.