Bókasafnið - 01.01.2004, Síða 9

Bókasafnið - 01.01.2004, Síða 9
Áslaug Agnarsdóttir Hringur þekkingar Úr sögu alfræðirita Nam et ipsa scientia potestas est. (Francis Bacon Meditationes Sacræ. De Hæresibus, 1597) Þaö hefur alla tíö verið hlutverk bókavarða að halda utan um þekkingu. Rannsóknir fræði- manna og framfarir byggðar á þeim taka oftast mið af rannsóknum sem á undan hafa komið. Það hefur því frá örófi alda verið talið mikilvægt að öll þekking sé varðveitt og henni miðlað áfram af einni kynslóð til þeirrar næstu. í því skyni eru starfræktir skólar og til þess eru stofnuð bókasöfn en hlutverk þeirra er að safna upplýsingum, varð- veita þær, skrá þær og veita aðgang að þeim. Lengi vel hefur það verið draumur margra að safna allri þekkingu á einn stað og hafa ýmsar tilraunir verið gerðar til þess. Segja má að kunnasta nútímaform slíkrar söfnunar séu alfræðirit. Með alfræðiriti er gerð tilraun til að koma upplýsingum um öll efnissvið fyrir í samþjöppuðu formi, það er að segja ná utan um „þekkingarbrunninn" í einu riti. Það er að sjálfsögðu vonlaust verk að ætla sér að gera þannig yfirlit og koma því fyrir á einum stað, en alfræðirit sem spannar flest efnissvið er sú tegund handbóka sem kemst næst því. Þægindin af slíkum risastórum uppsláttarverkum eru ótvíræð. Eða eins og ritstjóri Brpndums Encyklopædi, sem kom út í Kaupmannahöfn 1994, segir í formála: Hele uerden kan ikke rummes i en bog, men en bog fean rumme en uerden. í góðu alfræðiriti er hægt að fletta upp nánast hverju sem manni dettur í hug og kynna sér aðalatriði efnisins. Á tímum Netsins með allri sinni óreiðu (sem sumir vilja reyndar telja sambærilegt við risastórt alfræðirit) er meiri þörf en nokkru sinni fyrir vel skipulögð alfræðirit sem gefa okkur yfirsýn yfir ýmsa málaflokka. En alfræðirit í því formi sem þau þekkjast núna hafa einungis verið til frá því á 17. öld. Skilgreiningar íslenska alfræðiorðabókin sem kom út 1990 skilgreinir alfræðirit svo: uppsláttarbók um öll suið mannlegrar þefefe- ingar eða yfirlitsrit um afmarkað efni. Þetta er hefðbundin skilgreining og lík þeim sem er að fmna í erlendum uppsláttarritum. Alfræðirit getur sem sagt verið almennt, eins og til dæmis Encyclopaediá Britannica, en það getur líka verið afmarkað eða náð yfir eitt efnissvið. Fjölmörg dæmi eru um slíkt, Plöntur sem nœrast á skordýrum. Úr Saimonsen. Encyclopedia of Philosophy og Encyclopaedia of Librarianship svo dæmi séu nefnd. Slík rit gera þá tilraun til að ná yfir sem mesta þekkingu um ákveðið efni og upplýsingarnar sem er að finna í þeim eru oftast ítarlegri og faglegri en í almennum alfræðiritum. Alfræðirit lúta yfirleitt ákveðnu skipulagi eins og önnur uppsláttarrit, upplýsingunum er raðað eftir ákveðnu kerfi, oftast í stafrófsröð en stundum eftir efni og er það algengara í ritum sem einskorða sig við eitt efnissvið. Stærð alfræðirita getur verið allt frá einu bindi upp í marga tugi binda. Stundum er sá háttur hafður á að gefa út viðbætur í eins konar árbók sem teljast þá aukabindi við sjálft aðalverkið. Núna eru alfræðirit til bæði á CD-ROM og svo á Netinu. Alfræðirit í fornöld og á miðöldum Fyrstu tilraunir á Vesturlöndum til að skapa alhliða þekkingarheim komu fram hjá Forn-Grikkjum enda kemur heiti alfræðirita á flestum evrópskum málum úr grísku: encyclopedia á ensku, encydopédie á frönsku, entsíklopedíja á rússnesku og svo má lengi telja. Þessi heiti merkja einmitt hringur þefefeingar (úr grísku enkyklios paideia). Með þessum orðum var reyndar fyrst átt við þekkinguna sjálfa en síðar við skrifað yfirlit. Hringur þekkingar náði til forna yfir þá vitneskju sem menntaður maður var talinn þurfa að BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004 7

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.