Bókasafnið - 01.01.2004, Page 13

Bókasafnið - 01.01.2004, Page 13
man. See Homo. Ein af lengri greinunum er um örkina hans Nóa og gengið út frá því að hún hafi verið staðreynd. Til dæmis er rúmmál hennar reiknað út ásamt fæðuþörf dýranna. í fyrstu útgáfunni var líka hægt að slá upp ýmsum hagnýtum upplýsingum, svo sem hvernig skyldi bera sig að við að draga tennur úr fólki, aflima slasað fólk eða aðstoða við fæðingar. Það mátti læra rétta aðferð við að brugga öl eða sjóða sultu. Höfundarnir lágu heldur ekki á skoðun sinni um ýmis viðkvæm málefni, þrælahald er fordæmt og lítið gert úr galdratrú. Britannica hefur alls verið gefm út fimmtán sinn- um í bókarformi. Nokkrar útgáfur hafa skarað fram úr. í annarri og þriðju útgáfunum (1810) var bætt við heilmiklu af nýju efni og var Britannica þá búin að festa sig í sessi sem fremsta alfræðiritið á Vestur- löndum. Níunda útgáfan sem kom út í 24 bindum á árunum 1875-1889 var afar vönduð. Sú útgáfa var kölluð alfræðirit fræðimannanna (scholars’ encyclo- pædia) meðal annars vegna þess að hátt á annað hundrað evrópskir og bandarískir fræðimenn lögðu henni til efni. í ritinu voru fáar en ítarlegar fræðilegar greinar. Ellefta útgáfan sem kom út í Cambridge 1910- 1911 í 29 bindum þykir svo bera af. Þá var tekin sú stefna að fjölga greinunum með því að gera fleiri stuttar greinar úr þeim sem voru lengstar. Markmiðið með þessu var að gera ritið aðgengilegra fyrir almenning. Árið 1920 gerðust þau stórtíðindi að Sears, Roebuck & Co. í Chicago keypti Britannicu og eftir það er útgáfan talin vera bandarísk. Síðar eignaðist Háskólinn í Chicago útgáfuréttinn (1941). í 14. útgáf- unni (1929) voru greinarnar styttar enn meira og nýju efni bætt inn. Hún þótti þá vera orðin úrelt að mörgu leyti því 12. og 13. útgáfurnar voru nánast óbreyttar. í lok fjórða áratugarins var ákveðið að efni hennar skyldi endurskoðað reglulega og hún prentuð árlega. Árið 1938 var líka farið að gefa út Árbók Britannicu með yfirliti yfir það helsta sem þótti markvert á árinu. Því miður var Britannica oftast endurprentuð án þess að greinarnar væru yfirfarnar. Mátti þar enn finna fimmtíu ára gamla grein um tónskáldið Johann Sebastian Bach árið 1962. Eins þótti vanta betri umfjöllun um listir og það vantaði alveg greinar um ýmsa þekkta málara svo sem Braque, Klee og Kandinskíj. Árið 1964 gaf maður að nafni Harvey Einbinder út bók sem hét The Myth ofthe Britannica og í henni lýsti hann rannsóknum sínum á Britannicu. Hann komst að því að hún væri orðin afar gamaldags og hefði þar að auki að geyma beinlínis villandi upplýsingar. Bók Einbinders hafði mikil áhrif. Árið 1968, á 200 ára afmæli ritsins, var Britannica gefin út aftur og hafði þá allt efni hennar verið endurskoðað. Einnig fylgdu registur og atlas í sérbindum. Þessari útgáfu var þó ekki gefið númer. Á sjöunda áratugnum var hafinn undirbúningur að gjörbreyttri útgáfu og árið 1974 var hin svokallaða 15. útgáfa Britannicu gefin út með nýju skipulagi. Þar er efnið þrískipt: Micropædia í 10 bindum með stuttum og hnitmiðuðum greinum með tilvísunum í lengri greinar í 19 bindum Macropædiu. (Þessir hlutar eru stundum kallaðir Mike og Mac í daglegu tali.) Auk þess fylgir eins binda Propædia, sem á að vera yfirlit yfir þekkingarkerfi ritsins. Með þessari útgáfu má segja að ritið hafi verið orðið alþjóðlegt því meira en 4.000 höfundar frá rúmlega eitt hundrað löndum lögðu því til efni. í gegnum tíðina hafa margir frægir menn og konur skrifað greinar í Britannicu. Sigmund Freud skrifaði um sálgreiningu, Leó Trotskíj um Lenín, Niels Bohr um atómið, Robert Baden-Powell um skátahreyf- inguna, Max Reinhardt um leikhúsfræði og svo má lengi telja. Nokkrir íslendingar haft lagt til efni í Britannicu. í elleftu útgáfunni eru til að mynda greinar um Jónas Hallgrímsson, Jón Sigurðsson, Jón Thoroddsen og Grím Thomsen eftir Sigfús Blöndal og um landafræði og jarðfræði íslands eftir Þorvald Thoroddsen. Snemma á tíunda áratug síðustu aldar kom Britannica út á CD-ROM og árið 1994 varð hún fyrst alfræðirita aðgengileg á Netinu. Eins og lesendur vita hefur öll íslenska þjóðin aðgang að netútgáfunni eftir að samningar um landsaðgang tókust árið 1999. Þakgerð. Úr Encyclopédie. BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004 11

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.