Bókasafnið - 01.01.2004, Síða 29

Bókasafnið - 01.01.2004, Síða 29
íslensk tímarit Um íslensk tímarit gildir öfugt við þau erlendu að mikið er vísað í sömu tímaritin. 67,5% íslenskra tímaritsgreina eru fengin úr þeim 14 tímaritum sem talin eru upp í töflu 5. Tafla 5 íslensk tímarit sem mest er vísaö í Tímarit Fiöldi tilvísana Glæður 71 Læknablaðið (prentað oq á vef) 43 Uppeldi oq menntun 42 Þroskahiálp 40 Ný menntamál 38 Talfræðinqurinn 27 Uppeldi 20 Skíma 19 Huqur oq hönd 13 Athöfn 12 Döff blaðið. Fréttabréf Félaqs hevrnarlausra 11 Fóstra 9 Heimili oq skóli 9 Netla (aðeins á vef) 8 Tvö þessara tímarita, Læknablaðið og Netla, eru aðgengileg á opnum vef. Af íslensku tímaritunum eru sjötíu til í Kennaraháskólanum en öll tímaritin eru skráð í Gegni nema 14 fréttabréf sem höfundar hafa líklegast fengið hjá stofnunum og félagasamtökum. Tafla 6 Hlutfall tilvísana I tímarit Verkefni Á íslensku Á erlendum málum Til B-qráðu 60,5% 39,5% Til M-qráðu 17,5% 82,5% Vefheimildir í flokkinn vefheimildir fóru einkum tilvísanir í upplýsingar og greinar af vefjum stofnana, fyrirtækja, félaga og einstaklinga. Þær eru 12,9% af öllum heimildum. Þar af eru 60,2% tilvísanir í íslenska vefi. Við þetta má bæta að sumt af því efni sem flokkað var sem bækur, tímarit og aðrar heimildir var greinilega tekið af vef. Að því viðbættu urðu heimildir sem teknar voru af vef 15,8% allra heimilda sem vísað var í. Töluverður hluti af því efni var lög, reglugerðir og annað efni sem tekið var af stjórnsýsluvefjum en tilvísunum í tímarit á vef fer einnig fjölgandi. Árið 2002 var ekki vísað í neina heimild af vef í 30,3% lokaverkefna og árið 2003 ekki heldur í 23% verkefna. Bæði árin voru vefheimildir færri en fimm í langflestum verkefnum. Árið 2002 voru að meðaltali 2,9 tilvísanir til vefheimilda í hverju verkefni til B- gráðu. Árið 2003 voru þær 2,8. Ef bætt er við bókum, tímaritum og öðrum heimildum af vef er vísað í að meðaltali þrjár af vef fyrra árið en 3,7 síðara árið. Tafla 8 Hlutfall tilvísana í vefheimildir Verkefni Á íslensku Á erlendum málum Til B-qráðu 63,9% 36,1% Til M-qráðu 33,6% 66,4% Til þess að kanna stöðugleika vefheimilda var öllum vefheimildum sem vísað var til í áðurnefndu úrtaki af verkefnum flett upp. Af íslenskum vef- heimildum fundust 14% ekki aftur og 18% af erlend- um. Aðrar heimildir Ekki verður fjallað sérstaklega um skiptingu þess efnis sem er talið til þessa flokks. Þar eru þó 12,8% allra heimilda en 27,1% af þeim eru viðtöl. Lögum og reglugerðum var einnig skipað í þennan flokk og eins og fram hefur komið er nokkuð af þeim tekið af vef. Niðurstöður Eðlilega er mikill munur á fjölda heimilda í verk- efnum til B-gráðu og M-gráðu enda eru B-verkefni metin til þriggja eininga en M-ritgerðir frá 10 til 30 eininga. í báðum deildum eru bækur mest notaðar sem heimildir. Áberandi er að nemendur í grunnámi nota að meiri hluta íslenskar heimildir en hlutfallið snýst algjörlega við í meistaranámi. Innan grunn- deildar kemur fram nokkur munur á brautum en ekki mikill munur á stað- og fjarnámi. Breytingar á milli ára eru helst tímaritum í vil á kostnað bóka. Tímaritanotkun er almennt mest á íþróttabraut sem kennt er á Laugarvatni en langminnst á grunn- skólabraut. Á íþróttabraut er lítill hópur sem auðvelt er að halda utan um og styðja meðan á samningu verkefna stendur. Þar hefur á allra síðustu árum markvisst verið ýtt undir að nemendur gerðu sjálf- stæðar athuganir. Fjarnámshópurinn þar hafði sér- stöðu hvað snertir notkun tímaritsgreina og líktist frekar nemendum í meistaranámi enda í báðum tilvikum um að ræða fólk sem hefur verið í starfi. Samkvæmt náms- og kennsluskrá Kennaraháskól- ans (2001 og 2002) breyttust kröfur í sambandi við lokaverkefni í grunndeild ekki á þessu tímabili. Notkun vefheimilda er almennari síðara árið (2003) en þeim fjölgar ekki að meðaltali. Þær eru notaðar í fleiri verkefnum og eru fjölbreyttari. Auðvelt aðgengi freistar en hætt er við því að vefslóðir bregðist og efnið finnist ekki, jafnvel skömmu eftir birtingu. Reynslu í bókasafni KHÍ ber saman við niður- stöður erlendra kannana á því hvernig háskólanemar afla sér heimilda fyrir afmörkuð verkefni. Þeir virðast eyða litlum tíma í leit, byrja oft seint, þekkja ekki mikið til viðfangsefnisins en vilja kynna sér það af hagnýtum ástæðum og áhuga. Efnisval tengist oft EÓKASAFNIÐ 28. ARG. 2004 27

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.