Bókasafnið - 01.01.2004, Side 40

Bókasafnið - 01.01.2004, Side 40
Market Access (Aðgangur að markaði). Markaðsaðgangur er skuldbinding sem samið er um fyrir ákveðna geira þjónustu. Þ.e. aðili/land getur samið um að aðgangur að markaði hjá sér sé háður ákveðnum hömlum, en þær er að finna í Grein XVI(2). En ef land skrifar upp á markaðsaðgang í ákveðnum geira þá má hann ekki takmarka þann aðgang að eftirfarandi leyti, nema það sé sérstaklega tekið fram í skrá landsins (schedule): Ekki er hægt að semja um að fjöldi þjónustu- bjóðenda sé takmarkaður, né framboð þjónustustaða (service operations) né fjöldi launamanna í geiran- um. Hömlur má ekki setja á verðgildi viðskipta, né á þau löglegu form þjónustufyrirtækja sem möguleg eru né á þátttöku erlends fjármagns. National treatment (Jafnréttiskjör). Skuldbinding aðila við „Jafnréttiskjör" þýða að viðkomandi aðili mun ekki beita aðgerðum sem valda mismunun í þágu innlendrar þjónustu eða þjónustubjóðenda. Lykilkrafan er að breyta ekki, hvorki með lögum eða í reynd, samkeppnisskilyrðum í þágu innlendra þjónustuaðila. Útfærsla jafnréttis- kjara innan hvers þjónustugeira getur verið skilyrt og með fyrirvörum. Ákvæði National Treatment og Market Access eiga aðeins við þá geira þjónustu sem hver ríkisstjórn hefur fellt inn í skuldbindingaskrá eða landsskrá sína (Schedule). Þessar skráðu skuldbindingar eru kall- aðar sértækar skuldbindingar (Specific commit- ments). Sértæk skuldbinding í skuldbindingaskrá er skuldbinding landsins að veita markaðsaðgang og þjóðlega meðferð fyrir viðkomandi þjónustugeira með þeim skilmálum og skilyrðum sem tíunduð eru í skuldbindingaskránni. Töluliður 3 virðist vísa til háttar 3, „viðskiptalegrar viðveru" eða Commercial presence. „3. Ekki eru hömlur við því að erlent bókasafn setji upp útibú hér á landi (enda sé farið að innlendum reglum um dvalar- og atvinnuleyfi svo nokkuð sé nefnt) “ í lið fjögur segir svo: „4) að farið sé að innlendum lögum við stofnsetningu lögaðila, leyfisveitingar (ef um slíkt er að ræða) o.s.frv." í þessu sambandi ber að hafa eftirfarandi atriði í huga: Skuldbindingaskrá er lagalega bindandi og er þá jafnmikilvægt sem stendur í skránni og það sem ekki stendur í henni. Ekki má með almennum hætti vísa í landslög, sérstaka lagabálka né reglugerðir. í grein XVI um markaðsaðgang er sérstaklega tekið fram að bannað er að hamla rétti erlendra aðila á tilteknum sviðum með innlendum lögum eða öðrum hætti. Einu lagalegu marktæku hömlurnar eru þær sem settar eru inn í skuldbindingaskrána sjálfa. Þessi svið eru sex og snerta eftirfarandi atriði er skýra réttarstöðu erlends aðila á íslandi: 1. Bannað er að setja hömlur eða takmarkanir á fjölda (erlendra) þjónustuaðila hvort sem er með fjöldatakmörkunum, einkaréttarveitingu eða skil- yrða um efnahagslega stöðu próf). 2. Bannað er að setja hömlur eða takmarkanir á heildarverðgildi þjónustuviðskipta eða eigna (erlendra aðila). 3. Bannað er að setja hömlur eða takmarkanir á heildarfjölda þjónustustöðva eða á heildarmagn þjónustu sem þar er veitt. 4. Bannað er að setja hömlur eða takmarkanir á heildarfjölda einstaklinga sem heimilt er að ráða á sérstöku þjónustusviði eða sem þjónustuveitenda er heimilt að ráða og sem eru nauðsynlegir fýrir og beinlínis tengdir veitingu sérstakrar þjónustu. 5. Bannað er að hafa uppi ráðstafanir sem takmarka eða krefjast þess að farið sé gegnum lögpersónu eða samrekstrarfélög sem þjónustuveitandi getur veitt þjónustu um. 6. Bannaðar eru takmarkanir á hlutdeild erlends fjármagns mælt sem hámarks hundraðshluti í eigu erlendra hluthafa eða heildarverðmæti ein- stakra eða samanlagðra erlendra fjárfestinga. Eins og sjá má eru engar hömlur settar á hætti 1,2 eða 3 í skuldbindingaskránni hvað varðar markaðs- aðgang og því er óheimilt að takmarka rétt erlendra fýrirtæki hvað varðar þau atriði er hér eru tilgreind að ofan. Hvað varðar svið fjögur sem snertir leyfis- veitingar til handa tilteknu starfsfólki umfram eða framhjá gildandi almennum reglum um dvalar og atvinnuleyfi þarf að líta til láréttu skuldbindinganna. Þar er tiltekið hvaða starfsstéttir, annað hvort ein- yrkjar eða þeir sem vinna innan fyrirtækis sem er staðsett í fleiri en einu landi megi í krafti GATS- samningsins starfa hér á landi. Hér er því um að ræða undantekningu frá „innlendum reglum um dvalar- og atvinnuleyfi", ekki að þær reglur gildi undantekn- ingarlaust eins og ætla má af svari ráðuneytisins. „Unbound except the temporary entry of the following seruice providers as intra-corporate transferees, which lceland shall permit without requiring compliance u;ith labour marfeet tests." Hvað varðar staðhæfinguna : „4) að farið sé að innlendum lögum við stofnsetningu lögaðila, leyfis- veitingar (ef um slíkt er að ræða) o.s.frv." kemur ekkert fram í skuldbindingaskrá um þau skilyrði að farið sé að innlendum lögum við stofnsetningu lög- aðila og ætla má að ef þar er að finna einhvers konar hömlur er varða þau sex atriði sem hér voru tilgreind að ofan, að þá gildi þau lagaákvæði ekki þegar kemur að erlendum þjónustuaðilum sem lögheimili hafa innan WTO-landa. Um að fara verði eftir innlendum lögum hvað varðar leyfisveitingar, segir eingöngu í láréttu skuldbindingunum hér að neðan að erlendir aðilar sem vilja í þjónusturekstur með „ótakmarkaða ábyrgð“ beri að sækja um leyfi. All prouision of seruices by natural persons, as self- employed or tafeing part in a business enterprise tuith 38 BÓKASAFNIÐ 28. ÁRG. 2004

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.